Lektorinn tapaði máli sínu gegn HR fyrir Landsrétti Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2020 14:56 Kristinn Sigurjónsson (t.h.) með Jóni Steinar Gunnlaugssyni, lögmanni sínum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð. MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Landsréttur hafnaði kröfu Kristins Sigurjónssonar, fyrrverandi lektors við Háskólann í Reykjavík, á hendur skólanum í dag. HR sagði Kristni upp vegna ummæla sem hann lét falla um konur í lokuðum Facebook-hóp í tengslum við MeToo-umræðuna fyrir tveimur árum. Kristinn krafðist miskabóta upp á hátt í sextíu milljónir króna frá HR vegna uppsagnarinnar í október árið 2018. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði skólann af kröfunni í ágúst í fyrra. Jón Steinar Gunnlaugsson, lögmaður Kristins, staðfestir við Vísi að Landsréttur hafi hafnað kröfu hans í dag. Hann segir niðurstöðuna umhugsunarverða í ljósi þess að Kristinn hafi verið rekinn fyrir að láta í ljós skoðun sína á máli sem var til mikillar umræðu í samfélaginu á lokaðri vefsíðu. Kristinn starfaði sem lektor við tækni- og verkfræðideild HR en var sagt upp störfum vegna ummæla hans um konur í lokuðum Facebook-hóp, „Karlmennskuspjallið“, í október árið 2018. Ummælin voru á þá leið að konur troði sér inn á vinnustaði og eyðileggðu þá því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Sagði Kristinn að hann teldi vert að skoða möguleika á aðgreindum vinnustöðum kvenna og karla. Dómurinn í máli Kristins hefur enn ekki verið birtur á vef Landsréttar. Jón Steinar segir að rétturinn hafi ekki fallist á að í uppsögn Kristins hafi falist ólögmæt meingerð gegn honum og því hafi skólinn verið sýknaður af kröfunni. Fréttin hefur verið uppfærð.
MeToo Uppsögn lektors við HR Dómsmál Skóla - og menntamál Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira