Snorri í Betel fær lægri bætur eftir dóm Hæstaréttar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2018 15:46 Snorri Óskarsson ásamt lögmanni sínum Einari Steingrímssyni. visir/auðunn Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“ Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt Snorra Óskarssyni, sem oft er kenndur við hvítasunnusöfnuðinn Betel, 3,5 milljónir króna í skaðabætur vegna ólögmætrar uppsagnar þegar honum var sagt upp störfum sem kennara við Brekkuskóla á Akureyri í júlí 2012. Áður hafði Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmt Akureyrarbæ til þess að greiða honum 6,5 milljónir króna í bætur, sex milljónir voru skaðabætur og hálf milljón króna miskabætur vegna þess að dómurinn taldi að uppsögnin hefði falið í sér ólögmæta meingerð gegn Snorra. Þessu er meirihluti Hæstaréttar ósammála, það er telur að ekki hafi falist ólögmæt meingerð í uppsögninni og dæmir því ekki miskabætur heldur aðeins skaðabætur. Ólafur Börkur Þorvaldsson, hæstaréttardómari, er hins vegar sammála héraðsdómi varðandi miskabæturnar og telur rétt að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms í þeim efnum að því er fram kemur í sératkvæði hans. Snorra var vikið úr starfi kennara við Brekkuskóla vegna umdeildra bloggfærslna þar sem hann ritaði um samkynhneigð út frá sínu strangkristna hugarfari. Hann stefndi bænum og fór fram á 13,7 milljónir króna í bætur. Var að mati bæjaryfirvalda ekki talið eðlilegt að kennari grunnskólabarna léti uppi skoðanir sínar á þann hátt að samkynhneigð væri synd og þeirra biði ekkert nema helvíti. „Samkynhneigð telst vera synd,“ skrifaði Snorri. „Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“
Dómsmál Tengdar fréttir Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00 Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Snorri vill margra ára laun frá Akureyrarbæ Snorri í Betel krefur Akureyrarbæ um vangoldin laun og töpuð lífeyrisréttindi. Akureyrarbær bauð Snorra þrjár og hálfa milljón sem Snorri hafnaði. Málið verður tekið fyrir á næstu dögum. 25. apríl 2017 07:00
Snorri í Betel fær 6,5 milljónir króna frá Akureyrarbæ Svona fór um sjóferð þá. Ég alla vega fékk tvöfalt hærri bætur en Akureyrarbær var tilbúinn að greiða! segir Snorri. 16. nóvember 2017 14:47