Megn óánægja með Pál Vilhjálmsson sem kennara í Garðabæ Jakob Bjarnar skrifar 11. júní 2015 13:15 Mána þykir pistill Páls forkastanlegur, svo mjög að hann efast um að hann sé heppilegur í hlutverki lærimeistara í Garðabæ. Kristinn skólameistari hefur ekki hlutast til um málið. Páll Vilhjálmsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er þekktur í þjóðmálaumræðunni fyrir afdráttarleysi á bloggi sínu. Nýlegur pistill hans „Vont kynlíf er ekki nauðgun – strákasjónarhorn“ hefur nú vakið reiði meðal meðlima skólanefndar skólans. Þannig setur Máni Pétursson, einn fimm nefndarmanna, fram á Facebook stórt spurningarmerki hvort heppilegt sé að hann kenni ungmennum í Garðabæ? „Að þessi maður sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er ekki boðlegt. Hverslags kjaftæði er þetta. Hver er tilgangurinn með þessum skrifum?“„já“ er ekki alltaf tjáð með já-i Skammt er síðan Máni birti stöðufærslu sína en þó má ljóst vera að margir eru honum sammála. Máni tengir við pistilinn en þar heldur Páll því fram að svo geti vel verið að samþykki fyrir samförum sé ekki alltaf afdráttarlaust, og gengur það þvert gegn þeim boðskap sem settur hefur verið fram að undanförnu og verið uppi. Svo vitnað sé í pistil Páls: „Fyrir fáum árum var sýnd stuttmynd í framhaldsskólum á Íslandi um kynlíf unglinga. ,,Fáðu já áður en samfarir hefjast" voru meginskilaboðin. Skilaboðin voru skýr og ótvíræð og myndin faglega unnin. Hængurinn er sá að ,,já“ er ekki alltaf tjáð með já-i. Fólk samþykkir oft án þess að nota já, hvort heldur á vettvangi kynlífs eða í öðrum samskiptum. Umræðan sem nú stendur yfir um nauðgun gefur sér að nauðgun sé afmarkað fyrirbæri sem ýmist er fyrir hendi í kynlífi eða ekki. Allir sem stundað hafa kynlíf, og hér er átt við valfrjálsu gerðina, vita að kynlíf er margrætt. Áður en kynlífsathöfnin hefst gefa væntanlegir iðkendur frá sér margvísleg skilaboð sem sum eru skilin og önnur misskilin. Í athöfninni sjálfri kemur við sögu vöðvaafl, ákefð og iðulega frumstæð hljóð sem túlka má á ýmsa vegu.“ Svo skrifar Páll, en óhætt er að segja að vangaveltur hans um kynlíf ungmenna falla í grýttan jarðveg, svo mjög að nú eru sett spurningarmerki við það hvort hann sé heppilegur kennari?Facebooksíða Mána; víst er að Páll er þar ekki í hávegum hafður.Skólameistari ekkert aðhafst að svo stöddu máli Kristinn Þorsteinsson er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: „Þessi pistill hefur borist mér til eyrna, ég hef lesið hann og að svo stöddu máli ekki gert neinar athugasemdir við hann.“Sé litið til tjáningarfrelsis, hver er þín afstaða gagnvart skrifum sem þessum? Þurfa kennarar að passa sig meira en aðrir, að þínu mati? „Kennarar eru með siðareglur sem ekki allar stéttir eru með. Og þær setja þeim ákveðnar skorður og þeir verða að passa sig meira en aðrir. Ekki er þar með sagt að við ætlum að hirða af þeim réttinn til tjáningar, en það eru mörk. Það er klárt. Kennari sem tjáir sig á samfélagsmiðlum um nafngreinda nemendur, til dæmis, það er ekki í lagi. Og kennara í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp vegna þess. Ég þekki slík dæmi þess.“ Kristinn segist ekki vita hvort þetta mál muni verða tekið fyrir á skólanefndarfundi. „Ég bara veit það ekki. Skólanefndamönnum er frjálst að koma með hvað sem er inn á skólanefndarfundi og mér væri bæði ljúft og skylt að ræða það ef svo ber undir.“ Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Páll Vilhjálmsson, kennari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, er þekktur í þjóðmálaumræðunni fyrir afdráttarleysi á bloggi sínu. Nýlegur pistill hans „Vont kynlíf er ekki nauðgun – strákasjónarhorn“ hefur nú vakið reiði meðal meðlima skólanefndar skólans. Þannig setur Máni Pétursson, einn fimm nefndarmanna, fram á Facebook stórt spurningarmerki hvort heppilegt sé að hann kenni ungmennum í Garðabæ? „Að þessi maður sé lærimeistari ungmenna í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ er ekki boðlegt. Hverslags kjaftæði er þetta. Hver er tilgangurinn með þessum skrifum?“„já“ er ekki alltaf tjáð með já-i Skammt er síðan Máni birti stöðufærslu sína en þó má ljóst vera að margir eru honum sammála. Máni tengir við pistilinn en þar heldur Páll því fram að svo geti vel verið að samþykki fyrir samförum sé ekki alltaf afdráttarlaust, og gengur það þvert gegn þeim boðskap sem settur hefur verið fram að undanförnu og verið uppi. Svo vitnað sé í pistil Páls: „Fyrir fáum árum var sýnd stuttmynd í framhaldsskólum á Íslandi um kynlíf unglinga. ,,Fáðu já áður en samfarir hefjast" voru meginskilaboðin. Skilaboðin voru skýr og ótvíræð og myndin faglega unnin. Hængurinn er sá að ,,já“ er ekki alltaf tjáð með já-i. Fólk samþykkir oft án þess að nota já, hvort heldur á vettvangi kynlífs eða í öðrum samskiptum. Umræðan sem nú stendur yfir um nauðgun gefur sér að nauðgun sé afmarkað fyrirbæri sem ýmist er fyrir hendi í kynlífi eða ekki. Allir sem stundað hafa kynlíf, og hér er átt við valfrjálsu gerðina, vita að kynlíf er margrætt. Áður en kynlífsathöfnin hefst gefa væntanlegir iðkendur frá sér margvísleg skilaboð sem sum eru skilin og önnur misskilin. Í athöfninni sjálfri kemur við sögu vöðvaafl, ákefð og iðulega frumstæð hljóð sem túlka má á ýmsa vegu.“ Svo skrifar Páll, en óhætt er að segja að vangaveltur hans um kynlíf ungmenna falla í grýttan jarðveg, svo mjög að nú eru sett spurningarmerki við það hvort hann sé heppilegur kennari?Facebooksíða Mána; víst er að Páll er þar ekki í hávegum hafður.Skólameistari ekkert aðhafst að svo stöddu máli Kristinn Þorsteinsson er skólameistari í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ: „Þessi pistill hefur borist mér til eyrna, ég hef lesið hann og að svo stöddu máli ekki gert neinar athugasemdir við hann.“Sé litið til tjáningarfrelsis, hver er þín afstaða gagnvart skrifum sem þessum? Þurfa kennarar að passa sig meira en aðrir, að þínu mati? „Kennarar eru með siðareglur sem ekki allar stéttir eru með. Og þær setja þeim ákveðnar skorður og þeir verða að passa sig meira en aðrir. Ekki er þar með sagt að við ætlum að hirða af þeim réttinn til tjáningar, en það eru mörk. Það er klárt. Kennari sem tjáir sig á samfélagsmiðlum um nafngreinda nemendur, til dæmis, það er ekki í lagi. Og kennara í Bandaríkjunum hefur verið sagt upp vegna þess. Ég þekki slík dæmi þess.“ Kristinn segist ekki vita hvort þetta mál muni verða tekið fyrir á skólanefndarfundi. „Ég bara veit það ekki. Skólanefndamönnum er frjálst að koma með hvað sem er inn á skólanefndarfundi og mér væri bæði ljúft og skylt að ræða það ef svo ber undir.“
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira