Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 09:30 Cristiano Ronaldo byrjaði vel í endurkomunni hjá Manchester United en átti ekki góðan leik um helgina. Getty/Visionhaus Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti