Neville segir að það séu fjögur vandamál í klefanum hjá Solskjær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2021 09:30 Cristiano Ronaldo byrjaði vel í endurkomunni hjá Manchester United en átti ekki góðan leik um helgina. Getty/Visionhaus Gary Neville þekkir Manchester United betur en flestir og hann hefur sína skoðun á því sem knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær þarf að gera á næstunni. Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira
Manchester United tapaði 4-2 á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi og var það enn einn slaki leikur liðsins að undanförnu. Stóra vandamálið að nú þegar liðið er á niðurleið þá eru United menn að fara inn í mjög erfitt leikjaprógramm þar sem liðið er að fara að mæta Liverpool, Manchester City, Chelsea, Tottenham og Arsenal á næstunni. Ole Gunnar Solskjaer's four Man Utd dressing problems listed by Gary Nevillehttps://t.co/9KnXFkpl9G pic.twitter.com/1pl7nRtBKm— Mirror Football (@MirrorFootball) October 19, 2021 Neville nefnir sérstaklega fjögur vandamál í búningsklefanum hjá Solskjær. Þau snúa af persónuleikum Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Paul Pogba og Harry Maguire. Það er að heyra á orðum Neville að það sé valdabarátta innan liðsins milli þessara fjögurra stórstjarna. „Það er ára Ronaldo, Fernandes er að veifa höndunum allan tímann, Pogba veit ekki hvort að hann sé að fara eða ætli að vera áfram og svo heldur fyrirliðinn Maguire að hann stjórni einhverju,“ sagði Gary Neville á Sky Sports. „Ole þarf að finna lausnina á þessu í þessari viku. Á sunnudaginn eru það þessir menn sem gætu séð til þess öðrum fremur að þeir vinni Liverpool. Þeir þurfa að finna andann og ná upp kraftinum í liðinu,“ sagði Neville. „Mér fannst eitthvað vera að verða til hjá liðinu á síðustu leiktíð. Það var eitthvað að gerjast. Ég er viss um það að ef þú myndir spyrja hann í einrúmi þá vildi hann líklega fá það lið aftur,“ sagði Neville. How much more patience will Manchester United have with Ole Gunnar Solskjær? @Carra23 and @GNev2 discuss how much pressure the Man Utd boss is under and why now is not the time to panic Watch #MNF now live on Sky Sports PL pic.twitter.com/e85JEIr89Q— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) October 18, 2021 „Þeir eru núna með sex handsprengjur í klefanum og það er búið að taka pinnann úr þeim öllum. Það er samt hægt að láta þetta ganga upp því ég hef séð Del Bosque stýra slíku Real Madrid liði, Zidane hefur líka náð því og PSG er með svona lið núna. Þú sérð Pochettino þarna en þér finnst þetta samt ekki vera Pochettino lið,“ sagði Neville. „Ole er núna með þá Cristiano Ronaldo, Bruno Fernandes, Edinson Cavani, Paul Pogba og Harry Maguire. Þetta eru risastórir karakterar og þeir eru allir saman í klefanum,“ sagði Neville. „Maguire horfir nú á Varane í klefanum og spyr sig hvort að hann sé ennþá aðalmaðurinn. Svo er Cavani á bekknum eftir að hafa verið beðinn um að halda áfram en núna eru Ronaldo, Rashford og Greenwood á undan honum. Sancho var keyptur á 75 milljónir punda en hann er inn og út úr liðinu. Allt þetta er í gangi og Solskjær þarf að finna lausnina,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shaktar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Fótbolti Fleiri fréttir Spurs að landa Xavi Simons Mainoo vill fara á láni Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sjá meira