Víkingar ekki bara tvöfaldir meistarar því þeir unnu í raun sexfalt í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2021 10:01 Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason með tvo bikara eftir síðasta tímabil sitt á ferlinum. Vísir/Hulda Margrét Víkingur bættu um helgina bikarmeistaratitlinum við Íslandsmeistaratitilinn sinn frá því fyrir tveimur vikum og urðu þar með fyrstu tvöföldu meistarar karlafótboltans í heilan áratug. Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira
Víkingar unnu samt ekki bara tvöfalt í sumar því í raun unnu þeir sexfalt og urðu fyrstir til þess síðan yfirburðalið Skagamanna náði því sumarið 1993. Í fyrsta sinn í 28 ár vann því sama liðið alla titlana í boði hvort sem það eru liðstitlarnir tveir eða einstaklingstitlarnir fjórir. Sumarið 1993 varð ÍA bæði Íslands- og bikarmeistari en að auki var Sigurður Jónsson kosinn besti leikmaður deildarinnar og Þórður Guðjónsson var síðan valinn sá efnilegasti. Þórður var einnig markakóngur og Skagamaðurinn Haraldur Ingólfsson var síðan stoðsendingakóngur. Þessu hafði ekkert lið náð þar til í sumar þegar Víkingarnir náðu einnig sexu. Víkingur varð fyrsta liðið frá 2011 til að vinna tvöfalt en að auki var Nikolaj Hansen kosinn besti leikmaður deildarinnar og Kristall Máni Ingason sá efnilegasti. Hansen varð síðan markakóngur deildarinnar og stoðsendingakóngurinn var Salvadorinn Pablo Punyed. Eina annað liðið á þessari öld til þess að vinna tvöfalt, KR sumarið 2011, fékk bara þrenn verðlaun. Þeir unnu báða bikarana og svo var Hannes Þór Halldórsson kosinn leikmaður ársins. ÍBV átti efnilegasta leikmanninn (Þórarinn Ingi Valdimarsson), Stjarnan átti markakóng deildarinnar (Garðar Jóhannsson) og stoðsendingakóngarnir komu úr FH (Ólafur Páll Snorrason) og Keflavík (Guðmundur Steinarsson). Frá því að farið var að verðlauna leikmann ársins og efnilegasta leikmann ársins 1984 hafa aðeins lið ÍA 1993 og lið Víkings 2021 unnuð tvennuna og þau verðlaun líka. Alls hafa sjö lið unnið tvennuna frá 1984. Hér fyrir neðan eru einu liðið sem hafa náð að vinna fimmu eða sex í efstu deild karla síðan formlega var farið að taka saman stoðsendingar í deildinni. Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Sexfalt hjá Víkingum sumarið 2021 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Nikolaj Hansen) Efnilegasti leikmaðurinn (Kristall Máni Ingason) Markakóngur (Nikolaj Hansen) Stoðsendingakóngur (Pablo Punyed) - Sexfalt hjá Skagmönnum sumarið 1993 Íslandsmeistarar Bikarmeistarar Leikmaður ársins (Sigurður Jónsson) Efnilegasti leikmaðurinn (Þórður Guðjónsson) Markakóngur (Þórður Guðjónsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson) - Fimmfalt hjá Skagmönnum sumarið 1992 Íslandsmeistarar EKKI Bikarmeistarar (Valur vann) Leikmaður ársins (Lúkas Kostic) Efnilegasti leikmaðurinn (Arnar Gunnlaugsson) Markakóngur (Arnar Gunnlaugsson) Stoðsendingakóngur (Haraldur Ingólfssson)
Pepsi Max-deild karla Mjólkurbikarinn Víkingur Reykjavík Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Sjá meira