Fótbolti

Fimmti leikurinn í röð hjá Guðmundi og félögum án sigurs

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Guðmundur Þórarinsson og félagar hafa ekki unnið leik í bandarísku MLS-deildinni síðan um miðjan septembermánuð.
Guðmundur Þórarinsson og félagar hafa ekki unnið leik í bandarísku MLS-deildinni síðan um miðjan septembermánuð. Getty/Tim Bouwer

Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC heimsóttu New York Red Bulls í bandarísku MLS-deildinni í knattspyrnu í kvöld. Heimamenn höfðu betur 1-0, en þetta var fimmti leikurinn í röð þar sem Guðmundi og félögum mistekst að vinna.

Eina mark leiksins kom strax á þriðju mínútu, en þar var að verki Christian Casseres Jr. eftir stoðsendingu frá Andres Reyes.

Guðmundur var tekinn af velli þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en hann og félagar hans hafa nú tapað þrem af seinustu fimm, og gert tvö jafntefli.

MLSFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.