Um 200 kvenfélagskonur staddar í Borgarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. október 2021 13:03 Þingið fer fram í Borgarnesi um helgina og hefur heppnast mjög vel. Aðsend Um tvö hundruð kvenfélagskonur af öllu landinu hafa setið Landsþing Kvenfélagasambands Íslands um helgina í Borgarnesi. Öll störf kvenfélaganna eru unnin í sjálfboðavinnu en konurnar hafa styrkt ýmis verkefni um 170 milljónir króna á síðustu þremur árum. Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún. Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira
Landsþingið hófst á föstudaginn með þingsetningu í Borgarnesskirkju og um kvöldið var móttaka í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri að viðstöddum forseta Íslands. Þingstörf og fróðleg erindi voru haldin í allan gærdag, sem endaði með hátíðarkvöldverði og í dag eru fræðsluerindi og vinnustofa en þinginu verður slitið klukkan þrjú. Guðrún Þórðardóttir frá Kvenfélagi Grímsneshrepps er forseti Kvenfélagssambands Íslands en hún lætur af störfum í dag eftir sex ára setu og verður þá nýr forseti kjörinn. Guðrún segir störf kvenfélaga í landinu ómetanlegt. „Það er bara ótrúlegt starf sem að kvenfélagskonur hafa unnið að í gegnum árin og áorkað. Ég segi oft að ég veit ekki hvar íslenskt þjóðfélag væri ef við kvenfélagskonur hefðum ekki lagt því lið. Við höfum til dæmis gefið um 170 milljónir króna til ýmissa verkefna síðustu þrjú ár,“ segir Guðrún. Guðrún Þórðardóttir, forseti Kvenfélagasambands Íslands einbeitt að landsþinginu í Borgarnesi að skrifa niður punkta.Aðsend 160 kvenfélög eru í landinu og sambönd þeirra eru 26. En hvernig hefur gengið að fá ungar og nýjar konur inn í kvenfélögin? „Það hefur nú bara gengið ágætlega en það er þó aðeins misjafnt eftir svæðum en á mörgum stöðum er mjög öflugt og flott starf og ungar konur eru að koma til liðs við okkur.“ Guðrún segir sérstakt að vera hætta í dag sem forseti Kvenfélagasambandsins en hún sé sátt og ánægð með sín störf. „Jú, ég er afskaplega þakkláta fyrir að hafa fengið þetta tækifæri að verða forseti Kvenfélagasambands Íslands. Ég er svo stolt af þessum samtökum, þannig að ég er afar þakklát. Ég á örugglega eftir að sjá eftir ýmsu því það hefur verið svo gaman og gefandi að hitta kvenfélagskonur um allt land og fá að kynnast þeirra flottu störfum og konunum,“ segir Guðrún.
Borgarbyggð Félagasamtök Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Fleiri fréttir Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Sjá meira