Ærslabelgurinn óumdeildur sigurvegari kosninganna Eiður Þór Árnason skrifar 16. október 2021 22:54 Ærslabelgurinn hefur heldur betur slegið í gegn hjá landanum. Vísir/Egill Stefnt er að því að setja upp alls þrettán nýja ærslabelgi í Reykjavík á næsta ári í samræmi við niðurstöður í íbúakosningunni Hverfið mitt. Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært. Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Kosningunni lauk á fimmtudag en metþátttaka var í öllum hverfum þetta árið. Íbúar Reykjavíkur gátu að þessu sinni valið um 277 hugmyndir en 111 þeirra hlutu kosningu og verða framkvæmdar. Óhætt er að segja að litríka hoppudýnan hafi verið óumdeildur sigurvegari kosninganna að þessu sinni en til samanburðar hlaut einn belgur brautargengi í þarseinustu íbúakosningu sem fram fór árið 2019. Stendur nú til að koma fyrir slíku afþreyingartæki í Árbæjarhverfi, Norðlingaholti, Seljahverfi, Efra Breiðholti, Neðra Breiðholti, Leirdal, Laugardal, á Kjalarnesi, í Háleiti og Bústöðum, Vesturbænum og tveimur í Grafarvogi. Katrín Atladóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerðu niðurstöður kosningarinnar að umtalsefni á dögunum. 13 til að vera nákvæm!— dagur@reykjavik.is (@Dagurb) October 15, 2021 Minnst hundrað litríkir belgir um allt land Ærslabelgurinn hefur slegið í gegn hjá Íslendingum á seinustu árum og fer að verða sífellt erfiðara að finna sveitarfélag sem getur ekki státað sig af slíkri bæjarprýði. Ekki liggur fyrir hversu marga belgi má nú finna á landinu en fram kom í viðtali Fréttablaðsins við Einar Karlsson, innflytjanda ærslabelgjanna, að hann hafi sett upp hundraðasta belginn á Íslandi sumarið 2020. Fyrsti ærslabelgurinn var settur upp í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum árið 2006 en sprenging varð í uppsetningu þeirra fyrir síðustu sveitarstjórnarkosningar. Trausti Dagsson forritari unnið að því að kortleggja staðsetningu hvers einasta ærslabelgs á landinu og gera fólki kleift að finna nærliggjandi belgi með auðveldum hætti á sérstakri vefsíðu. Óljóst er hvenær kortið var síðast uppfært.
Reykjavík Börn og uppeldi Tengdar fréttir Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42 Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34 Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00 Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Þessar tillögur urðu fyrir vali Reykvíkinga í íbúakosningunni Hverfið mitt Niðurstöður úr íbúakosningunni Hverfið mitt liggja nú fyrir en metþátttaka var í kosningunni í ár. Þegar kosningunni lauk á hádegi var kosningaþátttakan rúm 16 prósent. 14. október 2021 16:42
Allt loft úr ísfirska ærslabelgnum Minjastofnun hefur farið þess á leit við Ísafjarðarbæ að viðgerðir á svokölluðum ærslabelg á Eyrartúni verði stöðvaðar. 16. júlí 2019 10:34
Ærslabelgur í klóm eineltishrotta Hópur foreldra og forráðamanna barna í Reykjanesbæ hefur áhyggjur af því að leiksvæði ungmenna við 88 húsið, svokallaður Ungmennagarður, sé í heljargreipum eineltishrotta. 13. ágúst 2018 06:00
Hætt að hanga í tölvunni eftir að ærslabelgur kom í bæinn Öflugt ungmennaráð í Sandgerði hefur fengið hoppudýnu á skólalóðina og á næstu vikum mun rísa hjólabrettavöllur. Fulltrúi í ungmennaráði segir krakkana hætta að hanga í tölvunni. 26. júlí 2017 21:00