Ódæðismaðurinn vistaður á stofnun: Norðmenn eru í sárum Lillý Valgerður Pétursdóttir og Árni Sæberg skrifa 15. október 2021 22:36 Fórnarlamba árásarinnar er minnst á litlu torgi í Kongsberg. Stöð 2 Norðmenn eru í sárum eftir ódæðin í fyrradag þegar karlmaður vopnaður boga og örvum myrti fimm manns. Lögregla telur ekki um hryðjuverkaárás að ræða heldur sé árásarmaðurinn andlega veikur. Hann hefur verið vistaður á viðeigandi stofnun. Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg. Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Mikil skelfing greip um sig í bænum Kongsberg í Noregi í fyrrakvöld þegar Espen Andersen Bråthen myrti fimm manns og særði þrjá til viðbótar. Árásin er sú mannskæðasta þar í landi frá hryðjuverkaárásinni í Útey árið 2011. Lögreglan vinnur nú að rannsókn málsins en Espen hefur verið vistaður á heilbrigðisstofnun þar sem talið er að hann eigi við andleg veikindi að stríða. „Hann hefur útskýrt í smáatriðum hvað hann gerði en það er ýmislegt sem segir okkur að hann gangi ekki heill til skógar,“ segir Per Thomas Omholt yfirlögregluþjónn, á blaðamannafundi í dag. Omholt segir Bråthen vera þreyttan og andlega veikan svo lögreglan geti ekki yfirheyrt hann meira í bili. Hann sé nú vistaður á stofnun með lögregluvakt. „Hann er öruggur þar inni og getur ekki yfirgefið stofnunina,“ segir Omholt. Þá segir hann lögregluna vita hvernig atburðarásin var í fyrrakvöld enda stemmi frásögn Bråthens við lýsingar fjölmargra sjónarvotta. „Þetta er næstum fjarstæðukennt“ Íbúar Kongsberg eru eðli málsins í sárum og hafa þeir í dag lagt leið sína að litlu torgi í miðbænum til að votta virðingu sína. „Þetta er lítið samfélag svo næstum allir þekkjast. Þetta er mjög skrýtin og sorgleg upplifun fyrir okkur. Þetta er næstum fjarstæðukennt eða óraunverulegt,“ segir Ingebsborg Spangelo, íbúi í Kongsberg. „Mér þykir þetta mjög sorglegt. Þetta hefði ekki átt að gerast í smábæ eins og Kongsberg,“ segir Paul Penning Hansen, einnig íbúi í Kongsberg.
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira