Reikistjarna sem lifði stjörnu sína vísbending um framtíð sólkerfisins Kjartan Kjartansson skrifar 15. október 2021 14:40 Teikning listamanns af því hvernig fjarreikistjarnan MOA-2010-BLG-477Lb gæti litið út á braut um hvíta dvergstjörnu. W. M. Keck Observatory/Adam Makarenko Hópi stjörnufræðinga tókst að finna fjarreikistjörnu sem lifði af dauða kulnaðar móðurstjörnu sinnar. Uppgötvunin er sögð veita innsýn inn í framtíð sólkerfisins okkar eftir að sólin syngur sitt síðasta eftir milljarða ára. Reikistjarnan er gasrisi sem svipar til Júpíters en um 40% massameiri. Hún er á braut um svonefndan hvítan dverg í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni, nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Braut reikistjörnunnar, sem nefnist MOA-2010-BLG-477Lb, svipar einnig til Júpíters en fjarlægðin á milli hennar og dvergstjörnunnar er um þreföld fjarlægðin á milli jarðarinnar og sólarinnar. Hvítir dvergar eru leifar sólstjarna líkra sólinni okkar sem eru ekki nógu massamiklar til þess að enda lífdaga sína sem nifteindastjörnur eða svarthol. Þegar vetniseldsneytið í kjarna þeirra þrýtur þenjast ytri lög þeirra út og þær verða að rauðum risum. Búist er við því að bergreikistjörnurnar, þar á meðal jörðin, tortýmist þegar sólin breytist í rauðan risa eftir um það bil fimm milljarða ára. Fundurinn bendir til þess að reikistjörnur sem eru nógu utarlega í sólkerfi sínu geti lifað slíkar hamfarir af. Joshua Blackman, nýdoktor við Tasmaníuháskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina, segir við New York Times að fáar heilar reikistjörnur hafa fundist í sólkerfum hvítra dverga en nóg af leifum bergreikistjarna. „Örlög sólkerfisins okkar verða líklega svipuð MOA-2010-BLG-477Lb. Sólin verður að hvítum dverg, innri reikistjörnunarnar verða gleyptar og reikistjörnurnar sem eru á víðari sporbraut eins og Júpíter og Satúrnus lifa af,“ segir Blackman. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Fannst með þyngdarlinsuaðferð Það er hægara sagt en gert að finna hvíta dverga. Þeir eru gjarnan á stærð við jörðina þrátt fyrir að þeir hafi um það bil helminginn af massa sólarinnar. Samruni í kjarna þessara stjarna er hættur og því eru þær ákaflega daufar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda örþyngdarlinsuaðferð til þess að finna hvíta dverginn. Þegar stjarna gengur á milli jarðarinnar og fjarlægari stjörnu magnar stjarnan sem er nær okkur ljósið frá þeirri fjarlægari og gerir hana greinilegri. Reikistjarnan fannst fyrir tilstilli örlinsuáhrifanna sem hún hafði. Það tók vísindamenn fleiri ár að finna stjörnuna áður en þeir komust að þeirri niðurstöðu að móðurstjarnan væri hvítur dvergur sem væri of daufur til að greina með beinum hætti. Uppgötvunin vekur upp spurningar hvort að líf geti mögulega lifað af hamfarir þegar meginraðarstjörnur eins og sólin okkar gefa upp öndina. Tilgátur hafa verið um að líf gæti jafnvel kviknað aftur á nýjum stöðum í sólkerfi eftir að stjarna verður að hvítum dverg. Gæti líf komist af? Deyjandi stjörnur spýja aftur á móti skaðlegum geislum þegar þær verða að rauðum risum. Reikistjörnur þyrftu að vera utarlega í sólkerfinu til að lifa hamfarnirnar af. Þar væru þær aftur á móti of fjarri daufum og köldum hvítum dverg til þess að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Til þess þyrftu þær að vera mun nær móðurstjörnunni. Ekki er útilokað að reikistjarna geti gert hvoru tveggja. Önnur reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í fyrra er mun nær sinni stjörnu en MOA-2010-BLG-477Lb. Hún virðist hafa verið utar í sólkerfinu upphaflega en síðan færst nær stjörnunni. Andrew Vanderburg, aðstoðarprófessor við MIT-háskóla sem leiddi hópinn sem fann þá reikistjörnu, segist aftur á móti telja að mun algengara sé að reikistjörnur sem lifa af dauða móðurstjarna sinna séu utarlega í sólkerfi sínu og verði þar áfram eins og MOA-2010-BLG-477Lb. „Mín tilfinning er að það sé líklegasta niðurstaðan, að minnsta kosti á núverandi tímapunkti í sögu alheimsins,“ segir hann við NYT. Ístunglið Evrópa er talið hafa að geyma neðanjarðarhaf. Flóðkraftar Júpíters vermi kjarna hennar og haldi vatninu á fljótandi formi.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Meiri lífslíkur á Evrópu en jörðinni Vanderburg vill þó ekki útiloka möguleikann á að líf gæti komist af, sérstaklega ef það kviknaði í neðanjarðarhafi eins og undir skorpu Evrópu, ístungls Júpíters. Þar er talið að flóðkraftar Júpíters hiti innviði tunglsins nægilega til að vatn sé á fljótandi formi. Á slíkum hnetti gæti líf þraukað fjær hvítum dvergi en ella. „Ef mannkynið verður einhvern veginn ennþá til staðar eftir um fimm milljarða ára hefðum við líklega betri möguleika á að lifa af þegar sólin verður að rauðum risa á tungli Júpíters en jörðinni,“ segir Blackman sem fann nýju reikistjörnuna. Hópurinn sem hann stýrir ætlar nú að snúa sér að tölfræðigreiningu til að koma fingri á utan um hversu marga hvíta dverga reikistjörnur gætu lifað af, að því er segir í tilkynningu á vef Keck-sjónaukans sem var notaður við rannsóknina. Blackman telur að fleiri fjarreikistjörnur eigi eftir að finnast með örþyngdarlinsuaðferðinni. Vísindi Geimurinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira
Reikistjarnan er gasrisi sem svipar til Júpíters en um 40% massameiri. Hún er á braut um svonefndan hvítan dverg í um 6.500 ljósára fjarlægð frá jörðinni, nærri miðju Vetrarbrautarinnar. Braut reikistjörnunnar, sem nefnist MOA-2010-BLG-477Lb, svipar einnig til Júpíters en fjarlægðin á milli hennar og dvergstjörnunnar er um þreföld fjarlægðin á milli jarðarinnar og sólarinnar. Hvítir dvergar eru leifar sólstjarna líkra sólinni okkar sem eru ekki nógu massamiklar til þess að enda lífdaga sína sem nifteindastjörnur eða svarthol. Þegar vetniseldsneytið í kjarna þeirra þrýtur þenjast ytri lög þeirra út og þær verða að rauðum risum. Búist er við því að bergreikistjörnurnar, þar á meðal jörðin, tortýmist þegar sólin breytist í rauðan risa eftir um það bil fimm milljarða ára. Fundurinn bendir til þess að reikistjörnur sem eru nógu utarlega í sólkerfi sínu geti lifað slíkar hamfarir af. Joshua Blackman, nýdoktor við Tasmaníuháskóla og aðalhöfundur greinar um rannsóknina, segir við New York Times að fáar heilar reikistjörnur hafa fundist í sólkerfum hvítra dverga en nóg af leifum bergreikistjarna. „Örlög sólkerfisins okkar verða líklega svipuð MOA-2010-BLG-477Lb. Sólin verður að hvítum dverg, innri reikistjörnunarnar verða gleyptar og reikistjörnurnar sem eru á víðari sporbraut eins og Júpíter og Satúrnus lifa af,“ segir Blackman. Grein um rannsóknina birtist í vísindaritinu Nature á miðvikudag. Fannst með þyngdarlinsuaðferð Það er hægara sagt en gert að finna hvíta dverga. Þeir eru gjarnan á stærð við jörðina þrátt fyrir að þeir hafi um það bil helminginn af massa sólarinnar. Samruni í kjarna þessara stjarna er hættur og því eru þær ákaflega daufar. Vísindamennirnir notuðu svonefnda örþyngdarlinsuaðferð til þess að finna hvíta dverginn. Þegar stjarna gengur á milli jarðarinnar og fjarlægari stjörnu magnar stjarnan sem er nær okkur ljósið frá þeirri fjarlægari og gerir hana greinilegri. Reikistjarnan fannst fyrir tilstilli örlinsuáhrifanna sem hún hafði. Það tók vísindamenn fleiri ár að finna stjörnuna áður en þeir komust að þeirri niðurstöðu að móðurstjarnan væri hvítur dvergur sem væri of daufur til að greina með beinum hætti. Uppgötvunin vekur upp spurningar hvort að líf geti mögulega lifað af hamfarir þegar meginraðarstjörnur eins og sólin okkar gefa upp öndina. Tilgátur hafa verið um að líf gæti jafnvel kviknað aftur á nýjum stöðum í sólkerfi eftir að stjarna verður að hvítum dverg. Gæti líf komist af? Deyjandi stjörnur spýja aftur á móti skaðlegum geislum þegar þær verða að rauðum risum. Reikistjörnur þyrftu að vera utarlega í sólkerfinu til að lifa hamfarnirnar af. Þar væru þær aftur á móti of fjarri daufum og köldum hvítum dverg til þess að fljótandi vatn gæti verið til staðar. Til þess þyrftu þær að vera mun nær móðurstjörnunni. Ekki er útilokað að reikistjarna geti gert hvoru tveggja. Önnur reikistjarna sem fannst á braut um hvítan dverg í fyrra er mun nær sinni stjörnu en MOA-2010-BLG-477Lb. Hún virðist hafa verið utar í sólkerfinu upphaflega en síðan færst nær stjörnunni. Andrew Vanderburg, aðstoðarprófessor við MIT-háskóla sem leiddi hópinn sem fann þá reikistjörnu, segist aftur á móti telja að mun algengara sé að reikistjörnur sem lifa af dauða móðurstjarna sinna séu utarlega í sólkerfi sínu og verði þar áfram eins og MOA-2010-BLG-477Lb. „Mín tilfinning er að það sé líklegasta niðurstaðan, að minnsta kosti á núverandi tímapunkti í sögu alheimsins,“ segir hann við NYT. Ístunglið Evrópa er talið hafa að geyma neðanjarðarhaf. Flóðkraftar Júpíters vermi kjarna hennar og haldi vatninu á fljótandi formi.NASA/JPL-Caltech/SETI Institute Meiri lífslíkur á Evrópu en jörðinni Vanderburg vill þó ekki útiloka möguleikann á að líf gæti komist af, sérstaklega ef það kviknaði í neðanjarðarhafi eins og undir skorpu Evrópu, ístungls Júpíters. Þar er talið að flóðkraftar Júpíters hiti innviði tunglsins nægilega til að vatn sé á fljótandi formi. Á slíkum hnetti gæti líf þraukað fjær hvítum dvergi en ella. „Ef mannkynið verður einhvern veginn ennþá til staðar eftir um fimm milljarða ára hefðum við líklega betri möguleika á að lifa af þegar sólin verður að rauðum risa á tungli Júpíters en jörðinni,“ segir Blackman sem fann nýju reikistjörnuna. Hópurinn sem hann stýrir ætlar nú að snúa sér að tölfræðigreiningu til að koma fingri á utan um hversu marga hvíta dverga reikistjörnur gætu lifað af, að því er segir í tilkynningu á vef Keck-sjónaukans sem var notaður við rannsóknina. Blackman telur að fleiri fjarreikistjörnur eigi eftir að finnast með örþyngdarlinsuaðferðinni.
Vísindi Geimurinn Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Sjá meira