„Ég hélt að þetta væri grín“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2021 13:00 Lionel Messi hlustar á Mauricio Pochettino á leik PSG gegn Lyon í haust. Getty/Mehdi Taamallah Mauricio Pochettino hélt að það væri verið að grínast í sér þegar honum var tjáð að hann myndi mögulega stýra Lionel Messi í liði PSG í vetur. Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir. Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Pochettino fékk símtal frá Leonardo, íþróttastjóra PSG, þegar franska félagið komst á snoðir um það að mögulegt væri að klófesta Messi. Hann kom frítt til félagsins 10. ágúst eftir að Barcelona hafði lýst því yfir að félagið gæti ekki gert nýjan samning við Messi vegna alvarlegra fjárhagsörðugleika. Messi, sem sex sinnum hefur unnið Gullknöttinn sem besti leikmaður heims, hefur því leikið með PSG í vetur eftir að hafa allan sinn feril verið hjá Barcelona. „Leonardo hringdi í mig og sagði: „Það er möguleiki þarna. Myndir þú vilja nýta hann eða ekki?“ Það er gott að hann skyldi hringja í mig. Ég sagði við sjálfan mig: „Er þetta spurning?“ Ég hélt að þetta væri grín. Auðvitað,“ sagði Pochettino við ESPN. „Ég sagði við hann: „Þarf ég að fara og ná í hann? Á ég að keyra bílinn?“ Og þá byrjuðu samningaviðræðurnar. Eftir þetta hringdi Leonardo á hverju kvöldi og sagði mér frá stöðunni,“ sagði Pochettino. Héldu allir að Messi yrði áfram í Barcelona Messi, sem er 34 ára, vildi vera áfram hjá Barcelona og var búinn að samþykkja nýjan fimm ára samning við félagið. Ekki fékkst hins vegar leyfi fyrir þeim samningi enda hefði launakostnaður Barcelona einn og sér þá verið 10% hærri en tekjurnar. „Það reiknuðu allir með því að Messi yrði áfram í Barcelona. Mörg félög, ef ekki öll, dreymdi um að fá Messi þegar ljóst varð að hann færi á frjálsri sölu. En frá því að PSG sýndi áhuga þá vildi Leo koma hingað. Það gerðist allt mjög hratt. Við verðum að hrósa vinnunni hjá Leonardo, forseta félagsins og fulltrúum þess sem tókst á 2-3 dögum að klára samning við besta leikmann heims,“ sagði Pochettino. Hann var einnig spurður út í Kylian Mbappé en samningur hans við PSG rennur út næsta sumar. Pochettino sagði franska félagið að sjálfsögðu ætla að reyna sitt besta til að halda Mbappé hjá félaginu en Real Madrid sækir það stíft að fá hann í sínar raðir.
Franski boltinn Tengdar fréttir Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31 Mest lesið Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Fótbolti Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Enski boltinn Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Fótbolti „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ Handbolti „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Fótbolti Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Enski boltinn Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Handbolti Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Enski boltinn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Körfubolti Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum VARsjáin: Hlaupastíll Sigmundar og eina rifrildi Benna og Fannars Skoðar sín mál eftir að stuðningsmenn kveiktu í vellinum Nýja treyjan sem fylgja á Íslandi inn á næsta stórmót Sjáðu hjólhest Romero og níu mörk í sigri City Liverpool með léttasta jólamánuðinn í ensku deildinni „Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Spiluðu fótbolta í háloftunum og settu nýtt heimsmet Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Sjá meira
Messi: Eins og dómarinn geri þetta vísvitandi Brasilíumenn geta farið að bóka flug á HM í Katar eftir enn einn sigurinn í undankeppninni í Suður-Ameríku í nótt. Lionel Messi skaut á brasilískan dómara eftir 1-0 sigur Argentínu á Perú. 15. október 2021 07:31