Ódæðismaðurinn í Kongsberg stakk lögreglu af meðan hún beið eftir hlífðarbúnaði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. október 2021 23:31 Lögregla á vettvangi árásarinnar. Torstein Bøe/NTB via AP Ole B. Sæverud, lögreglustjóri í Kongsberg í Noregi segir að ódæðismaðurinn sem myrti fimm manns í bænum hafi komist undan lögreglumönnunum sem fyrst urðu á vegi hans, á meðan þeir biðu eftir að fá hlífðarbúnað til þess að geta tekist betur á við árásarmanninn. NRK greinir frá en í frétt norska miðilsins fer Sæverud ítarlega yfir hvernig lögregluaðgerðin í Kongsberg gekk fyrir sig. Fimm létust og nokkrir særðust, þar á meðal lögreglumaður á frívakt sem staddur var í COOP Exta versluninni þar sem atlaga árásarmannsins, Danans Espens Andersens Bråthens hófst. Lögregla mætt fimm mínútum eftir að tilkynning barst Fyrsta tilkynning til lögreglu um málið barst 18.13 en aðeins fimm mínútum síðar voru tveir lögreglumenn mættir í verslunina. Einni mínútu áður hafði aðgerðarmiðstöð lögreglu ákveðið að tilkynningin væri nógu alvarleg til að skrá atvikið sem alvarlegt og lífshættulegt ástand. „Lögreglumennirnir mættu strax á svæðið, fóru inn í verslunina vopnaðir. Þar skýtur árásarmaðurinn tveimur örvum að þeim,“ hefur NRK eftir Sæverud. Árásarmaðurinn var vopnaður boga og örvum. Sagði Æskerud að lögreglumennirnir hafi ekki verið í aðstöðu til að koma skoti á árásarmanninn. Ör sem maðurinn skaut stendur út úr húsvegg í Kongsberg í gærkvöldi.Vísir/EPA „Á meðan lögreglumennirnir reyna að komast í betri stöðu til þess að gera eitthvað bíða þeir eftir að fá hlífðarbúnað sem leyfir þeim að glíma betur við aðstæðurnar, tekst árásarmanninum að komast út,“ sagði Sæverud. Segir lögreglustjórinn að árásarmanninum hafi einhvern veginn tekist að laumast út úr búðinni. Braust inn í íbúðarhús og myrti þar Greint hefur verið frá því að frá því að árásarmaðurinn komst undan fyrstu lögreglumönnunum hafi liðið hálftími þangað til hann var handsamaður. Á þessum háltíma myrti hann fimm manns. Segir Sæverud að hann hafi meðal annars brotist inn í íbúðarhús og framið morð þar. Ekki er vitað til þess að árásarmaðurinn hafi tengst þeim sem hann myrti á einhvern hátt, lögregla telur raunar að svo hafi ekki verið. Aðspurður um hvernig árásarmanninum hafi tekist að komast framhjá lögreglumönnum segist Sæverud ekki hafa svarið við því, en hann útskýrir þó að allan tímann á meðan ódæðismaðurinn hafi gengið laus hafi virk og umfangsmikil leit verið í gangi. „Ég hef reynt að útskýra þetta á eins opin og gagnsæan hátt og ég get. Þetta er flókin atburðarrás og við erum að rannsaka þetta. Við þurfum að rannsaka þetta gaumgæfilega.“ Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08 Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23 Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
NRK greinir frá en í frétt norska miðilsins fer Sæverud ítarlega yfir hvernig lögregluaðgerðin í Kongsberg gekk fyrir sig. Fimm létust og nokkrir særðust, þar á meðal lögreglumaður á frívakt sem staddur var í COOP Exta versluninni þar sem atlaga árásarmannsins, Danans Espens Andersens Bråthens hófst. Lögregla mætt fimm mínútum eftir að tilkynning barst Fyrsta tilkynning til lögreglu um málið barst 18.13 en aðeins fimm mínútum síðar voru tveir lögreglumenn mættir í verslunina. Einni mínútu áður hafði aðgerðarmiðstöð lögreglu ákveðið að tilkynningin væri nógu alvarleg til að skrá atvikið sem alvarlegt og lífshættulegt ástand. „Lögreglumennirnir mættu strax á svæðið, fóru inn í verslunina vopnaðir. Þar skýtur árásarmaðurinn tveimur örvum að þeim,“ hefur NRK eftir Sæverud. Árásarmaðurinn var vopnaður boga og örvum. Sagði Æskerud að lögreglumennirnir hafi ekki verið í aðstöðu til að koma skoti á árásarmanninn. Ör sem maðurinn skaut stendur út úr húsvegg í Kongsberg í gærkvöldi.Vísir/EPA „Á meðan lögreglumennirnir reyna að komast í betri stöðu til þess að gera eitthvað bíða þeir eftir að fá hlífðarbúnað sem leyfir þeim að glíma betur við aðstæðurnar, tekst árásarmanninum að komast út,“ sagði Sæverud. Segir lögreglustjórinn að árásarmanninum hafi einhvern veginn tekist að laumast út úr búðinni. Braust inn í íbúðarhús og myrti þar Greint hefur verið frá því að frá því að árásarmaðurinn komst undan fyrstu lögreglumönnunum hafi liðið hálftími þangað til hann var handsamaður. Á þessum háltíma myrti hann fimm manns. Segir Sæverud að hann hafi meðal annars brotist inn í íbúðarhús og framið morð þar. Ekki er vitað til þess að árásarmaðurinn hafi tengst þeim sem hann myrti á einhvern hátt, lögregla telur raunar að svo hafi ekki verið. Aðspurður um hvernig árásarmanninum hafi tekist að komast framhjá lögreglumönnum segist Sæverud ekki hafa svarið við því, en hann útskýrir þó að allan tímann á meðan ódæðismaðurinn hafi gengið laus hafi virk og umfangsmikil leit verið í gangi. „Ég hef reynt að útskýra þetta á eins opin og gagnsæan hátt og ég get. Þetta er flókin atburðarrás og við erum að rannsaka þetta. Við þurfum að rannsaka þetta gaumgæfilega.“
Noregur Fjöldamorð í Kongsberg Tengdar fréttir Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08 Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23 Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48 Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Segja árásina hryðjuverk og hækka viðbúnaðarstig Norska lögreglan telur að árásin í bænum Kongsberg í gærkvöld hafi verið hryðjuverk og hefur hækkað viðbúnaðarstig í landinu vegna yfirvofandi hryðjuverkaógnar. Ekki er vitað hvaða hvatir lágu að baki árásinni en norsk yfirvöld óttast að fleiri árásir gegn almennum borgurum. 14. október 2021 19:08
Bogmaðurinn í Kongsberg nafngreindur Maðurinn sem myrti fimm og særði tvo alvarlega í Noregi í gærkvöldi heitir Espen Andersen Bråthen. Hann var handtekinn eftir árásina og er nú til rannsóknar hjá geðlæknum. 14. október 2021 13:23
Bogaárásin í Kongsbergs talin hafa verið hryðjuverk Öryggisstofnun Noregs segir að svo virðist sem að fjöldamorð sem var framið í bænum Kongsberg í gærkvöldi hafi verið hryðjuverkaárás. Árásarmaðurinn er sagður hafa hlotið nokkra dóma og hótað nýlega að drepa ættingja sinn. 14. október 2021 11:48
Bogmaðurinn talinn hafa hneigst að öfgahyggju Norska lögreglan segir að danskur karlmaður sem myrti fimm manns og særði tvo til viðbótar með boga og örvum í bænum Kongsberg í Noregi í gærkvöldi hafi verið grunaður um að hneigjast að öfgahyggju. Fórnarlömbin voru fjórar konur og einn karlmaður á aldrinum fimmtíu til sjötíu ára. 14. október 2021 09:07