Innlent

Tæplega 54 þúsund er­lendir ríkis­borgarar með skráða bú­setu á Ís­landi

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Mannlíf á sumardegi í Reykjavík.
Mannlíf á sumardegi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm

Alls eru 53.973 erlendir ríkisborgarar skráðir með búsetu á Íslandi þann 1. október 2021. Fjölgað hefur um rúmlega 2.500 síðan í desember í fyrra.

Hefðbundna fjölgun má greina í fjölda íslenskra ríkisborgara en þeim hefur fjölgað um 3.489 frá því í desember í fyrra. Fjölgunin er því upp á 1.1% og er í samræmi við vöxt fyrri ára. Þetta kemur fram í nýrri samantekt Þjóðskrár.

Til samanburðar voru 312.518 íslenskir ríkisborgarar með skráða búsetu hér á landi í loks árs 2018 en samkvæmt tölum Þjóðskrár búa nú 320.731 íslenskir ríkisborgarar á landinu.

Flestir erlendir ríkisborgarar með búsetu á Íslandi eru Pólverjar en 21.018 pólskir ríkisborgarar eru skráðir með búsetu hér á landi. Það gera um 5.6% íbúa landsins.

Næstflestir erlendir ríkisborgarar eru frá Litháen eða 4.738 einstaklingar. Rúmenum fjölgar um 17,3% milli ára en 2.626 rúmenskir ríkisborgarar hafa skráða búsetu hér á landi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×