Innlent

Hlé á stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu vegna breyttra reglna á Covid á landamærunum
Blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í Hörpu vegna breyttra reglna á Covid á landamærunum

For­menn ríkis­stjórnar­flokkanna taka sér hlé frá stjórnar­myndunar­við­ræðum í dag en hittast aftur á morgun. Þetta stað­festir Sigurður Ingi Jóhanns­son, for­maður Fram­sóknar­flokksins og sam­göngu- og sveitar­stjórnar­ráð­herra, við frétta­stofu.

„Arctic Circ­le kallar á at­hygli okkar og tíma í dag,“ segir hann en stað­festir þó að for­mennirnir muni hittast aftur á morgun til að halda við­ræðunum á­fram.

Ljóst er að þau eru ekki mikið að flýta sér, enda ekki endi­lega þörf á því fyrir ríkis­stjórn sem heldur þing­meiri­hluta eftir kosningar.

Síðustu daga hefur borið á nokkrum á­greinings­málum í við­ræðunum en Katrín Jakobs­dóttir, for­sætis­ráð­herra og for­maður Vinstri grænna, sagði við frétta­stofu í gær að helstu verk­efni næstu daga væri að ná flokkunum saman um að­gerðir í lofts­lags- og fé­lags­málum.

Há­lendis­þjóð­garður Vinstri grænna, sem var kveðið á um í síðasta stjórnar­sátt­mála, varð svo mjög um­deildur meðal fram­sóknar- og sjálf­stæðis­manna undir lok kjör­tíma­bilsins en Katrín sagði við frétta­stofu í gær að Vinstri græn myndu á­fram halda því máli til streitu í við­ræðunum.

Formennirnir hafa þá nefnt orku­málin sem á­greinings­mál við frétta­stofu.


Tengdar fréttir

„Að sjálfsögðu er áherslumunur milli flokkanna“

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, sagði stjórnarmyndunarviðræður hafa gengið ágætlega. Á þeim tveimur vikum sem þær hefðu staðið yfir hefði verið farið yfir mörg ólík málefni.

Tekist á um orkustefnu í stjórnarmyndunarviðræðum

Formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks telja að leysa þurfi úr ágreiningi stjórnarflokkanna um orkunýtingu til framtíðar í yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum. Arftaki umhverfisráðherra hjá Landvernd varar hins vegar við því að „látið verði undan áróðursherferð óseðjandi orkuiðnaðar“ eins og það er orðað.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.