Vísa til trúnaðar í tengslum við ábendingu um meint brot Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. október 2021 14:29 Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska landliðsins, sagðist í lok september ekki hafa fengið þau skilaboð að ofan um að hann mætti ekki velja ákveðna leikmenn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið. Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins. Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Sjá meira
Morgunblaðið greindi frá því í morgun að hópurinn hafi sent umræddan póst á stjórn KSÍ í lok september síðastliðnum þar sem fram komu nöfn sex leikmanna íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. Varð pósturinn til þess að Arnar Þór Viðarsson, þjálfari landsliðsins, gat ekki valið þá leikmenn fyrir leik landsliðsins í október fyrir undankeppni HM. Sjálfur sagði Arnar þann 30. september síðastliðinn að hann hafi sjálfur tekið ákvörðunina um að velja ekki umrædda leikmenn. Meðal þeirra sem nefndir voru í póstinum voru Aron Einar Gunnarsson, Kolbeinn Sigþórsson og Gylfi Þór Sigurðsson, en mál þeirra hafa verið til umfjöllunar undanfarið í fjölmiðlum. Þrír leikmenn til viðbótar sem nefndir voru í pósti Öfga hafa ekki enn verið nafngreindir opinberlega. Meðlimir Öfga segja í samtali við fréttastofu að hópurinn muni ekki koma til með að tjá sig um málið. Mál leikmannanna er nú sagt vera komið á borð Sigurbjargar Sigurpálsdóttur, samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs, en hún vildi ekki staðfesta það í samtali við fréttastofu. „Lögum samkvæmt þá ber samskiptaráðgjafa að gæta trúnaðar í sínum störfum og því get ég ekki staðfest neinar einstakar fréttir,“ segir Sigurbjörg í samtali við fréttastofu um málið en hún segir gott að fólk sé að nýta sér úrræðið. Ekki hafa fengist svör frá KSÍ vegna málsins.
Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi KSÍ Fótbolti Tengdar fréttir Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37 „Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01 Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent Fleiri fréttir Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Sjá meira
Segja KSÍ hafa borist upplýsingar um meint brot sex landsliðsmanna Aðgerðahópurinn Öfgar sendi tölvupóst á stjórn Knattspyrnusambands Íslands 27. september síðastliðinn, sem innihélt meðal annars nöfn sex leikmanna karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu og upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot þeirra. 13. október 2021 06:37
„Vorum ekki að hugsa um Kolbein“ Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari í fótbolta segir það hafa verið krefjandi áskorun að þurfa að bregðast við brotthvarfi Kolbeins Sigþórssonar úr síðasta landsliðshópi. Hann hafi hins vegar ekki komið til greina núna vegna meiðsla. 30. september 2021 20:01
Arnar valdi Aron ekki vegna „utanaðkomandi“ ástæðna Landsliðsþjálfarinn Arnar Þór Viðarsson segir að stjórn KSÍ hafi ekki sett sér neinar skorður varðandi valið á landsliðshópnum sem hann tilkynnti í dag, fyrir leikina við Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM í fótbolta. 30. september 2021 13:36