Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 21:21 Cristiano Ronaldo heldur bara áfram að skora. Carlos Rodrigues/Getty Images Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40