Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 21:21 Cristiano Ronaldo heldur bara áfram að skora. Carlos Rodrigues/Getty Images Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Sjá meira
Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40