Svíar á toppi B-riðils | Ronaldo með enn eina þrennuna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. október 2021 21:21 Cristiano Ronaldo heldur bara áfram að skora. Carlos Rodrigues/Getty Images Alls fóru fram 14 leikir í undankeppni HM 2022 í kvöld. Svíar lyftu sér upp fyrir Spánverja í efsta sæti B-riðils með 2-0 sigri gegn Grikkjum og Cristiano Ronaldo skoraði þrennu þegar að Portúgal vann öruggan 5-0 sigur gegn Lúxemborg svo eitthvað sé nefnt. Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Ronaldo var búinn að koma Portúgal í 2-0 eftir aðeins 13 mínútur gegn Lúxemborg, en bæði mörkin komu af vítapunktinum. Bruno Fernandes breytti stöðunni í 3-0 fimm mínútum síðar og þannig var staðan í hálfleik. Joao Palhinha skoraði fjórða mark Portúgal þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en það var Cristiano Ronaldo sem innsyglaði 5-0 sigur þegar hann fullkomnaði þrennu sína stuttu fyrir leikslok. Þetta var tíunda þrenna kappans fyrir portúgalska landsliðið. CRISTIANO RONALDO IS NOW THE ALL-TIME LEADER IN MEN'S INTERNATIONAL HAT-TRICKS WITH 10 🎩 pic.twitter.com/6cACC3yW13— B/R Football (@brfootball) October 12, 2021 Emil Forsberg kom Svíum yfir af vítapunktinum eftir tæplega klukkutíma leik áður en Alexander Isak tryggði liðinu 2-0 sigur tíu mínútum síðar. Pantelis Hatzidiakos nældi sér í tvö gul spjöld með stuttu millibili nokkrum mínútum síðar og Grikkir spiluðu því seinustu mínúturnar manni færri. Litháen tók á móti Sviss í C-riðli, en tvö mörk frá Breel Embolo og eitt frá Renato Steffen sáu til þess að staðan var 3-0 í hálfleik, Svisslendingum í vil. Mario Gavranovic gulltryggði 4-0 sigur Svisslendinga með marki á fjórðu mínútu uppbótartíma, en liðið er nú í öðru sæti riðilsins með 14 stig. Lyndon Dykes reyndist hetja Skota gegn Færeyingum, en hann skoraði eina mark leiksins á 86. mínútu þegar liðin mættust í F-riðli. Skotar eru nú í góðum málum í öðru sæti riðilsins með 17 stig, sjö stigum minna en Danir sem tryggðu sér sæti á HM með sigri í kvöld. Pólverjar unnu mikilvægan 1-0 sigur gegn Albönum í I-riðli þar sem að Karol Swiderski skoraði eina mark leiksins á 77. mínútu. Albönsku stuðningsmennirnir létu öllum illum látum og fleygðu dóti og drasli í átt að fagnaðarlátum pólsku leikmannanna, sem leiddi til þess að pólska liðið gekk af velli. Eftir að leikurinn hafði verið stopp í nokkrar mínútur náðist þó að klára hann að lokum, og Pólverjar unnu virkilega mikilvægan sigur og lyftu sér upp fyrir Albani í annað sæti riðilsins. Úrlsit kvöldsins A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
A-riðill Portúgal 5-0 Lúxemborg Serbía 3-1 Aserbaídsjan B-riðill Kósovó 1-2 Georgía Svíþjóð 2-0 Grikkland C-riðill Búlgaría 2-1 N-Írland Litháen 0-4 Sviss D-riðill Kasakstan 0-2 Finnland Úkraína 1-1 Bosnía og Hersegóvina F-riðill Danmörk 1-0 Austurríki Færeyjar 0-1 Skotland Ísrael 2-1 Moldavía I-riðill Albanía 0-1 Pólland England 1-1 Ungverjaland San Marínó 0-3 Andorra
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40 Mest lesið „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Handbolti Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Fleiri fréttir Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Sjá meira
Englendingar misstigu sig gegn Ungverjum Englendingar og Ungverjar gerðu 1-1 jafntefli þegar að liðin mættust á Wembley í undankeppni HM 2022 í kvöld. Sigur hefði tryggt Englendingum umspilssæti. 12. október 2021 20:40
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti