Umkringdur rokkstjörnum á kynningu sem líktist fyrsta skóladeginum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. október 2021 20:00 Nýir þingmenn. vísir Nýir Alþingismenn sóttu kynningarfund um þingstörf í dag. Þingmennirnir segja kynninguna minna á fyrsta skóladaginn og segist einn þeirra umkringdur rokkstjörnum. Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas. Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Ef að Alþingi væri menntaskóli þá væri busadagur í dag. Nýir þingmenn hafa komið sér fyrir inni á Alþingi og við ætlum að kíkja á nýliðakynningu. Spenna í loftinu Nýir þingmenn komu saman á Alþingi í dag þar sem kynning var haldin um þingstörfin. Fréttastofa leit við og ræddi við spennta þingmenn sem flestir líktu deginum við fyrsta skóladaginn. „Það er svolítið skrítið að vera kominn á skólabekk og vera í skóla nýrra alþingismanna þannig að þetta er auðvitað magnað og mögnuð upplifun að sitja hér inni í þingsalnum í fyrsta sinn,“ sagði Sigmar Guiðmundsson, þingmaður Viðreisnar. „Ég er bara eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn í skólann. Mjög spenntur,“ sagði Tómas Tómasson, þingmaður Flokks fólksins. Er þetta ekki svolítið eins og fyrsti skóladagurinn? „Algjörlega ég fer sjötíu ár aftur í tímann,“ sagði Tómas. Þegar Tómas ákvað að fara á þing fyrir fjörutíu árum síðan sór hann þess eið að stíga ekki fæti inn í þinghúsið fyrr en það væri búið að kjósa hann. „Nú er loksins búið að kjósa mig þannig ég er hér eins og smástrákur að koma í fyrsta sinn að sjá rokkstjörnur,“ sagði Tómas. Hvernig valdi fólk sætisfélaga? „Það var svolítið um að fólk væri að setjast saman sem var í flokki saman eða þekktist,“ sagði Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Vona að engin busun sé í þinginu Haldið þið að það verði einhver busun í þinginu? „Frábær hugmynd en ég vona ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Ég held ekki. Ég vona ekki. Ekki eins og það var í menntaskóla allavegana,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, þingmaður Framsóknar. „Það er spurning hvort þingmenn sem náðu endurkjöri bíði okkar einhvers staðar og séu tilbúnir til að busa okkur. Ég veit það ekki,“ sagði Gísli Rafn. „Guð, ekki sem ég veit af. Ekki nema við séum að fara að lenda í einhverju. Við erum bara búin að vera hér í klukkutíma þannig kannski er eitthvað óbænt á leiðinni,“ sagði Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. „Það væri mjög spennandi,“ sagði Tómas.
Alþingi Tengdar fréttir Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21 Mest lesið Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Erlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Fleiri fréttir Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Sjá meira
Jakob Frímann og Tommi á Búllunni mættir í þingsal Flokksbræðurnir Jakob Frímann Magnússon og Tómas A. Tómasson, betur þekktur sem Tommi á Búllunni, settust að sjálfsögðu hlið við hlið þegar þeir tóku sér sæti í þingsal í fyrsta skipti í dag. 12. október 2021 10:21