Hannes ræðir ferilinn við BBC: Líklegra að vinna í lottóinu en að ná þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2021 09:01 Hannes Halldórsson fagnar hér góðum úrslitum á HM í Rússlandi 2018 umkringdur ljósmyndurrum alls staðar að úr heiminum. Getty/Lukasz Laskowski Hannes Þór Halldórsson er í flottu viðtali á heimasíðu breska ríkisútvarpsins þar sem hann fer yfir ferill sinn með Ciaran Varle. Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér. HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira
Hannes fer þar yfir það af hverju hann hætti í fótbolta eftir tvítugt en kom svo aftur, vann sér sæti í landsliðinu 28 ára gamall, var hluti af liðinu sem vann England í sextán liða úrslitum EM og varði síðan víti frá Lionel Messi á HM. The life story of Icelandic goalkeeper Hannes Thor Halldorsson sounds more like a script for a sports film..."It would make a bad script for a movie. People probably wouldn't believe it."#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) October 12, 2021 „Þetta yrði slæmt handrit fyrir kvikmynd,“ sagði Hannes Þór Halldórsson og bætti við: „Fólk myndi líklega ekki þykja þetta trúverðugt,“ sagði Hannes. Blaðamaður breska ríkisútvarpsins segir frá nýju kvikmyndinni Leynilögga, Cop Secret á ensku, sem hún kallar LGBTQ+ hasargrínmynd en þar kemur fram að myndin hafi fengið góða dóma og hafi nýverið verið sýnd á kvikmyndahátíðinni BFI Festival í London. Gamli þjálfarinn í KR fékk hann til að byrja aftur Hannes meiddist á öxl og hætti í fótboltanum til að einbeita sér að kvikmyndagerð. Það var hins vegar fyrrum þjálfari hans hjá KR sem hringdi í hann og fékk hann til að spila með Leikni í C-deildinni. „Ég var þá að vinna sem kvikmyndagerðarmaður og ákvað að sjá hvorum megin ég kæmist lengra. Hvorugur boltinn hætti síðan að rúlla,“ sagði Hannes. „Það er ótrúleg tilfinning að spila í stórum fótboltaleik en ég myndi segja að það væri svipuð tilfinning að sitja í bíósal og horfa á mynd sem þú hefur staðið að,“ sagði Hannes. Hannes segist hafa verið að brenna út árið 2013. „Það var ekki eðlilegt að vera aðalmarkvörður landsliðsins en þurfa að vera vinna á fullu með því,“ sagði Hannes. „Þegar ég náði loksins að verða atvinnumaður árið 2014 þá var ég ánægður að geta hvílt aðeins kvikmyndaferilinn. Ég spilaði erlendis í fimm til sex ár og ól börnin mín upp í fullt af löndum,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnusamband Íslands (@footballiceland) Aldrei verið eins gaman og þá Hannes fer líka yfir hápunktana á ferli sínum. „Það hefur aldrei verið eins gaman og á EM 2016. Þetta var eins og að vera á frábærum ferðamannastað með mörgum af þínum bestu vinum, í frábæru veðri og á fjögurra daga fresti spilaðir þú ótrúlegan leik,“ sagði Hannes. „Ef þú hugsar um draumastund fyrir markvörð þá væri það að verja víti frá Messi. Þegar ég var fyrst valinn í landsliðið þá setti ég mér það markmið að ná að spila fimmtíu landsleiki. Þessi leikur á móti Argentínu var númer fimmtíu,“ sagði Hannes. „Það er örugglega líklegra að vinna í lottóinu en að fara frá því að vera hættur í fótbolta til þess að verja víti frá besta leikmanni heims á HM,“ sagði Hannes. Það má lesa allt viðtalið hér.
HM 2022 í Katar Mest lesið Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Fótbolti Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Fótbolti Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú Fótbolti Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Fótbolti Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Fótbolti KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna Körfubolti Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi Körfubolti Fleiri fréttir Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ 23 ára forseti ítalsks félags: „Þú þarft ekki að vera karlmaður til að reka félag“ Franski rapparinn segir deilurnar við Mbappé bara misskilning „Þetta er mjög steikt“ Drap Messi-drauminn í fæðingu: „Ekki raunhæft“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Leiðin á HM: Fjögur þúsund manns hurfu sporlaust Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Sjá meira