Erlent

Ríkis­stjóri Texas bannar að gera bólu­setningu að skyldu

Atli Ísleifsson skrifar
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, hefur lengi verið á meðal helstu talsmanna þess að bólusetningar verði hvergi gerðar að skilyrði.
Greg Abbott, ríkisstjóri Texas, hefur lengi verið á meðal helstu talsmanna þess að bólusetningar verði hvergi gerðar að skilyrði. EPA

Greg Abbott, ríkisstjóri Texas í Bandaríkjunum, hefur gefið út tilskipun þess efnis að hér eftir verði öllum félögum, fyrirtækjum og skólum í ríkinu bannað að gera bólusetningu gegn kórónuveirunni að skyldu.

Abbott, sem er Repúblikani, hefur lengi verið á meðal helstu talsmanna þess að bólusetningar verði hvergi gerðar að skilyrði og áður hafði hann gefið út svipaðar tilskipanir sem náðu til stofnana ríkisins.

Í þetta sinn nær bannið hinsvegar til allra, einnig til einkafyrirtækja í ríkinu. Hann hefur einnig beðið þingmenn á ríkisþingi Texas til að samþykkja lög sama efnis til að tryggja tilskipunina í sessi.

Þessi sjónarmið eru í beinni andstöðu við hugmyndir Joes Biden Bandaríkjaforseta sem á dögunum hvatti fyrirtækjaeigendur víðsvegar um Bandaríkin til að skylda starfsfólk sitt í bólusetningu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×