Fótbolti

Mikil­vægur sigur Norð­manna | Rússar í góðum málum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Mohamed Elyounoussi var hetja Noregs í kvöld.
Mohamed Elyounoussi var hetja Noregs í kvöld. EPA-EFE/Annika Byrde

Fjöldi leikja fór fram í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu í kvöld. Noregur vann góðan sigur á Svartfjallalandi og er í góðri stöðu í G-riðli á meðan Rússland nýtti tækifærið þar sem Króatía missteig sig í H-riðli.

Í E-riðli vann Tékkland 2-0 útisigur á Hvíta-Rússlandi á meðan Walesverjar heimsóttu Eistland og sóttu þrjú stig þökk sé sigurmarki Kieffer Moore á 12. mínútu.

Bæði Tékkland og Wales eru með 11 stig sem stendur en Tékkar eiga aðeins einn leik eftir á meðan Wales á tvo.

Í G-riðli vann Holland 6-0 sigur á Gíbraltar, Tyrkir unnu 2-1 sigur í Lettlandi og Noregur vann 2-0 sigur á Svartfjallalandi þökk sé mörkum Mohamed Elyounoussi. Staðan í riðlinum er þannig þegar tveir leikir eru eftir að Holland er á toppnum með 19 stig, Noregur kemur þar á eftir með 17 og Tyrkland er í 3. sæti með 15 stig.

Í H-riðli gerði Króatía 2-2 jafntefli við Slóvakíu á heimavelli á meðan Rússland fór til Slóveníu og vann 2-1 sigur. Þegar tvær umferðir eru eftir eru Rússar á toppnum með 19 stig og Króatar með 17 stig í 2. sæti. Slóvakía og Slóvenía eru bæði með 10 stig og ljóst að baráttan um toppsætið er á milli Rússlands og Króatíu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×