Fyrrum markvörður Man Utd á leið til Íslendingaliðs Venezia Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2021 18:16 Sergio Romero er á leið til Venezia. Michael Regan/Getty Images Argentíski markvörðurinn Sergio Romero er að ganga í raðir ítalska félagsins Venezia. Þrír Íslendingar eru á mála hjá félaginu. Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Venezia - nýliði í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni - er sem stendur í 17. sæti deildarinnar með fimm stig að loknum sjö leikjum. Liðið hefur fengið á sig 12 mörk í leikjunum sjö og hefur nú leitað á það ráð að fá nýjan markvörð til liðsins. Unnendur enska boltans þekkja til kappans en hann var varamarkvörður Manchester United um árabil og lengi vel talinn sá besti á þeim vettvangi. Það er einn traustasti varamarkvörður síðari ára. Ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano fullyrðir að hinn 34 ára gamli Romero sé á leið til Venezia og samningar verði undirritaðir á morgun, þriðjudag. Argentinian goalkeeper Sergio Romero had his medical with Venezia today. Former Man Utd player is expected to sign his contract tomorrow - final details to be fixed then he ll join Venezia as free agent. #transfersChelsea were considering Romero before signing Bettinelli. https://t.co/L6lfBzkA79— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) October 11, 2021 Romero hefur verið án félags síðan samningur hans við Man United rann út í sumar. Hann þekkir vel til ítalska boltans eftir að hafa leikið með Sampdoria frá 2011 til 2015. Þrátt fyrir að hafa verið varamarkvörður undanfarin ár er Romero einkar reynslumikill eftir að hafa spilað í Argentínu, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Englandi. Þá var hann lengi vel fastamaður í argentíska landsliðinu en hann á alls að baki 96 landsleiki fyrir þjóð sína. Til að mynda stóð hann í markinu er Argentína tapaði 1-0 fyrir Þýskalandi í úrslitaleik HM 2014. Venezia er sannkallað Íslendingalið en Bjarki Steinn Bjarkason og Arnór Sigurðsson eru í leikmannahóp liðsins í dag, sá síðarnefndi er á láni frá CSKA Moskvu. Óttar Magnús Karlsson er einnig á mála hjá félaginu en hann er á láni hjá Siena í Serie C um þessar mundir.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira