Bryndís í uppnámi í dómsal: „Allt í einu var hún bara umsnúin“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 15:00 Bryndís Schram bar vitni fyrir dómi í dag í aðalmeðferðinni. Bryndís Schram, eiginkona Jóns Baldvins Hannibalssonar, virtist vera í talsverðu uppnámi þegar hún bar vitni fyrir dómi í dag í máli héraðssaksóknara gegn Jóni Baldvini. Honum er gert að sök að hafa káfað á rassi Carmenar Jóhannsdóttur í matarboði á heimili þeirra hjóna á Spáni í júní 2018. Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira
Viðstödd kvöldverðinn voru Carmen og móðir hennar, Jón Baldvin, Bryndís og íslensk nágrannakona þeirra á Spáni. Þeim ber ekki saman um hvað gerðist þetta kvöld en mæðgurnar segja Jón Baldvin hafa káfað á Carmen. „Þetta hefði þá verið í fyrsta skipti á ævinni sem ég hefði orðið vör við það að maðurinn minn hefði auðmýkt mig með því að strjúka annarri konu,“ sagði Bryndís fyrir dómi í dag. Hún lýsti síðan kvöldinu og aðdraganda þess. Þau hefðu sest niður við matarboðið og hún haldið stutta ræðu til að bjóða alla velkomna. Jón Baldvin Hannibalsson ásamt lögmanni sínum Vilhjálmi H. Vilhjálmssyni við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm „Ég hafði ekki sleppt orðinu þegar Laufey [móðir Carmenar] bara: „Jón Baldvin, nú skalt þú biðjast afsökunar. Þú káfaðir á dóttur minni. Ég er búinn að heyra margar sögur um þig, þú ert ógeðslegur“,“ hermdi Bryndís eftir Laufeyju. Hún segist hafa verið í svo „æðislega góðu skapi“ eftir daginn og með að vera komin með þessa gesti í hús sitt. Þetta hafi því komið alveg flatt upp á hana. Þær Aldís Schram, Margrét Schram og Elísabet Þorgeirsdóttir mættu til að fylgjast með málinu í dag. Margrét og Elísabet hafa stutt Aldísi í málum hennar gegn föður sínum Jóni Baldvini, sem hún hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér.vísir/vilhelm Orðin eins og umskiptingur „Allt í einu var hún bara umsnúin,“ sagði Bryndís. „Hún hafði líka sagt mér að hún væri fárveik, með einhverja grindargliðnun eða eitthvað,“ hélt hún áfram og sagði Laufeyju hafa verið á sterkum lyfjum sem hún hafi ekki mátt drekka ofan í. „Ég fattaði það ekki strax en auðvitað var hún búin að drekka frá sér allt vit.“ „Hún jós bara yfir okkur fúkyrðunum,“ sagði Bryndís og þegar hér var komið sögu í vitnisburði hennar hafði hún hækkað róminn mjög og var við það að bresta í grát. „Og ég bara skildi þetta ekki. Þetta var svo falleg stelpa sem ég hafði kynnst á Ísafirði og var nú bara eins og umskiptingur.“ Þeim hjónum og nágrannakonu þeirra ber saman um að Laufey hafi sakað Jón um að hafa káfað á dóttur sinni stuttu eftir að þau höfðu sest til borðs. Þau þvertaka fyrir að Carmen hafi á einhverjum tímapunkti fram að því staðið upp til að hella víni í glös. Að sögn Carmenar og Laufeyjar var það þó svo að Carmen hafði staðið upp frá borði á einum tímapunkti yfir matnum og farið að sækja vínflösku sem var kæld í vaski við hlið borðsins. Hún hafi síðan komið aftur að borðinu og þá staðið við hlið Jóns Baldvins á meðan hún skenkti víni í glösin en hann hafi þá byrjað að strjúka rass Carmenar. Hún hafi stirðnað upp við þetta og fengið áfall, ekki gert neitt í málinu heldur sest aftur við hlið móður sinnar sem hafi þá krafið Jón Baldvin um afsökunarbeiðnina.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Sjá meira