Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 13:10 Dröfn Kærnested hjá embætti héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira