Vilja að Jón Baldvin verði dæmdur í allt að þriggja mánaða fangelsi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 11. október 2021 13:10 Dröfn Kærnested hjá embætti héraðssaksóknara. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari leggur til að Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, verði dæmdur í tveggja til þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Þetta kom fram í máli hans við lok aðalmeðferðar í máli hans gegn Jóni Baldvini fyrir héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn. Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira
Héraðssaksóknari sagði að líta ætti til þess að Jón Baldvin væri með svo til hreint sakavottorð, fyrir utan sátt sem hann gekkst undir árið 2019 fyrir ölvunarakstur og brot á lögreglulögum, og tók nokkra fyrri dóma í svipuðum málum til hliðssónar við kröfu sína um fangelsisdóm. Carmen Jóhannsdóttir, sem sakar Jón Baldvin um að hafa strokið rass sinn utanklæða við matarborð á heimili hans á Spáni í júní 2018, gerir þá kröfu um eina milljón frá honum í miskabætur. Frásögnin breyst frá skýrslutöku Við lok aðalmeðferðarinnar í dag sagði héraðssaksóknari það hafa verið sannað, svo hægt væri að hafa það yfir allan vafa, að Jón Baldvin hefði gerst sekur um þetta brot. Þar taldi hún misræmi í framburði Jóns fyrir dómnum og því sem hann sagði í skýrslutöku hjá lögreglu vega þyngst. Framburður Jóns Baldvins í málinu breyttist í nokkrum atriðum frá því sem hann hélt fram í skýrslutöku hjá lögreglu; hann sagðist hafa setið annars staðar við borðið, taldi nú aðra hafa verið viðstadda annars vegar við matarborðið og sagði við lögreglu að Carmen hefði aldrei sest niður við borðið við lögreglu en breytti því í dag. Jón Baldvin (hægri) og lögmaður hans Vilhjálmur H. Vilhjálmsson (vinstri) við aðalmeðferðina í dag.vísir/vilhelm Héraðssaksóknari sagði þá að einnig hefði verið misræmi í framburði Jóns Baldvins um það hvort byrjað hefði verið að drekka þegar atvikið átti sér stað og því hvort hann hefði setið eftir á torgi nokkru fyrr um daginn áður en hópurinn fór til baka heim til að borða. „Ákærði breytti framburði sínum um allt þetta hér fyrir dómi í dag,“ sagði saksóknarinn.
Mál Jóns Baldvins Hannibalssonar Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent Fleiri fréttir Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Sjá meira