Innlent

Hundrað og sautján nemendur og tuttugu starfsmenn í sóttkví

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Salaskóla.
Frá Salaskóla. Vísir/Vilhelm

Hundrað og sautján nemendur Salaskóla eru í sóttkví og tuttugu starfsmenn. Það er eftir að fjórir greindust smitaðir af Covid-19 um helgina.

Þrír nemendur og einn kennari greindust smitaðir.

Hafsteinn Karlsson, skólastjóri Salaskóla, segir í samtali við fréttastofu að smitin séu bundin við einn árgang en áhrifin ná út fyrir árganginn vegna sóttkvíar.

„Við setjum fleiri en færri í sóttkví,“ segir Hafsteinn. Hann segir að best sé að ná tökum á þessu strax og koma í veg fyrir frekari dreifingu kórónuveirunnar.

Eins og áður segir eru 117 börn í sóttkví og tuttugu starfsmenn. Af þeim eru tíu kennarar og tíu starfsmenn í dægradvöl Salaskóla.

Hafsteinn segir þetta setja skólastarfið töluvert úr skorðum. Fólk hafi þó tekið aðgerðunum vel.

„Það eru allir tilbúnir að hjóla í veiruna. Taka þetta bara með áhlaupi.“


Tengdar fréttir

27 greindust innan­lands í gær

27 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Átján þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 67 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 33 prósent.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×