„Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2021 09:01 Guðlaugur Victor Pálsson hefði getað leikið sinn þrítugasta landsleik í kvöld en dró sig út úr landsliðshópnum. Getty/Alex Grimm „Ég held bara áfram með þá sem eru 100 prósent klárir fyrir landsliðið,“ sagði Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, þegar hann ræddi við Vísi um óvænt brotthvarf Guðlaugs Victors Pálssonar úr landsliðshópnum. Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“ HM 2022 í Katar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira
Hinn þrítugi Guðlaugur Victor lék sinn 29. A-landsleik gegn Armeníu á föstudag. Hann verður hins vegar ekki með gegn Liechtenstein í kvöld, í seinni leik Íslands í þessum landsleikjaglugga. Arnar sagði eftir blaðamannafund í gær að vissulega kæmi það fyrir að leikmenn misstu af leikjum vegna meiðsla og leikbanna, eins og reyndin er í kvöld, en að hvorugt ætti við um Guðlaug Victor sem farinn er heim til Þýskalands þar sem hann spilar með Schalke. „Gulli taldi sig þurfa að fara aftur til síns félags. Mönnum er alltaf leyfilegt að draga sig út úr hópnum en að sjálfsögðu er ég að velja landsliðshóp fyrir tvo landsleiki og þá viljum við að sjálfsögðu hafa þá leikmenn. Menn geta dottið út af mismunandi ástæðum, hvort sem er út af meiðslum eða leikbönnum, en Gulli taldi það mikilvægara fyrir sjálfan sig að fara aftur til síns félags. Þá þarf ég ekkert að vera sammála því en það er staðan eins og hún er,“ sagði Arnar í viðtali sem sjá má hér að neðan. Klippa: Arnar Þór um fjarveru Guðlaugs Victors Guðlaugur Victor hóf leikinn gegn Armeníu á miðjunni en var svo færður aftur í stöðu miðvarðar þegar báðum byrjunarliðsmiðvörðum Íslands hafði verið skipt af velli í seinni hálfleiknum. Arnar segist einfaldlega þurfa að vinna með þann hóp sem hann hafi til staðar en reyndi hann að telja Guðlaugi Victori hughvarf? „Ég sagði Gulla einfaldlega að við vildum halda honum og að þetta væri hans val. Hann þarf að velja á milli landsliðsins og félagsliðsins akkúrat núna og síðan ber maður bara virðingu fyrir öllum ákvörðunum og heldur áfram að vinna með þann hóp sem er hérna. Ég er búinn að segja það margoft að þeir drengir sem eru hér eiga svo mikið lof skilið, fyrir hvað þeir eru duglegir og mikill kjarkur í þeim til að takast á við þetta skemmtilega verkefni sem við erum í. Þessa vegferð sem við erum að leggja af stað með.“ Lykillinn í kvöld er virðing Aðspurður um leikinn við Liechtenstein, sem er neðst í riðli Íslands, svaraði Arnar: „Við þurfum að bera virðingu fyrir andstæðingnum og útiloka þeirra sterku hliðar, eða reyna að brjóta þær niður. Við þurfum að reyna að stjórna leiknum, og halda tempóinu mjög háu til að skapa okkur færi og reyna að skora mörk. Það er mjög líklegt að við þurfum að stjórna leiknum og það er eitthvað sem við höfum unnið í undanfarna mánuði. Í nútímafótboltanum er það mikilvægt að geta stjórnað leikjum líka en þurfa ekki alltaf að liggja til baka. Við nálgumst þetta á þennan hátt en lykillinn að þessu er virðing, því ef við ætlum að vanmeta einhvern þá er voðinn vís.“
HM 2022 í Katar Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Sjá meira