Innlent

Stjórn Mið­flokksins: Á­fall fyrir hóp „sem borið hefur Birgi á örmum sér“

Þorgils Jónsson skrifar
Frá fundi þingflokks Miðflokksins í Alþingishúsinu á nýliðnu kjörtímabili. Stjórn flokksins segist í yfirlýsingu harma ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokkinn áður en þing hefur verið sett.
Frá fundi þingflokks Miðflokksins í Alþingishúsinu á nýliðnu kjörtímabili. Stjórn flokksins segist í yfirlýsingu harma ákvörðun Birgis Þórarinssonar að yfirgefa þingflokkinn áður en þing hefur verið sett. Vísir/vilhelm

Brotthvarf Birgis Þórarinssonar úr þingflokki Miðflokksins er „fyrst og fremst áfall fyrir þann góða og öfluga hóp sem borið hefur Birgi á örmum sér sem oddvita flokksins í Suðurkjördæmi“.

Þetta segir í yfirlýsingu frá stjórn Miðflokksins í tilefni þess að Birgir Þórarinsson, sem var kjörinn á þing fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi í nýafstöðnum kosningum, tilkynnti í morgun að hann væri genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkinn.

Stjórnin segist þar harma ákvörðun Birgis að yfirgefa þingflokkinn strax að loknum kosningum, áður en þing hefur verið sett.

Hún þakkar flokksfólki fyrir framlag sitt í kosningabaráttunni, ekki síst í kjördæmi Birgis. Flokkurinn muni halda áfram að berjast fyrir hugsjónum þeirra.

„Breytt skipan þingflokksins dregur ekki úr getu hans til að fylgja eftir þeim grunngildum og hugsjónum sem sameina okkur sem flokk,“ segir í niðurlagi.

Undir yfirlýsinguna skrifa Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Bergþór Ólason, Einar Birgir Kristjánsson, Hallfríður G. Hólmgrímsdóttir, Karl Gauti Hjaltason og Þorsteinn Sæmundsson.


Tengdar fréttir

Bjarni Ben býður Birgi vel­kominn

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu.

Sakar Birgi Þórarins­son um sjálf­hverfu

Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn.

„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“

Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 

Trú­boðinn sem iðkar ekki trúna sem hann boðar

Á síðum Morgunblaðsins í dag má sjá fréttir af því að Birgir Þórarinsson þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi hafi yfirgefið flokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Í minningargrein sem þingmaðurinn svo birtir í sama blaði rekur hann ástæður brotthvarfsins frá sínum klaustursdyrum séð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×