Bjarni Ben býður Birgi velkominn Þorgils Jónsson skrifar 9. október 2021 15:28 Bjarni Benediktsson hefur boðið Birgi Þórarinsson velkominn í Sjálfstæðisflokkinn. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, býður Birgi Þórarinsson velkominn í flokkinn, á Facebooksíðu sinni nú rétt í þessu. Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Bjarni deilir þar frétt mbl.is um viðskilnað Birgis við Miðflokkinn og segir: „Sjálfstæðisflokkurinn er breiðfylking og við fögnum því að fá nýtt fólk í hópinn. Ég býð Birgi Þórarinsson velkominn og hlakka til samstarfsins.“ Birgir kom mörgum, þar á meðal flokkssystkinum sínum, á óvart í morgun með því að tilkynna í grein í Morgunblaðinu að hann hefði ákveðið að yfirgefa Miðflokkinn og ganga til liðs við þingflokk Sjálfstæðisflokksins, tæpum tveimur vikum eftir þingkosningar þar sem hann var endurkjörinn sem þingmaður Suðurkjördæmis. Vistaskiptin hafa vakið talsverð viðbrögð í dag, enda er þing ekki enn komið saman eftir kosningar. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Birgir að aðför lykilmanna innan Miðflokksins að honum fimm dögum fyrir kosningar hafi haft úrslitaáhrif um þessa ákvörðun. Hann sagðist ekki vilja nafngreina hvaða lykilmenn þar var um að ræða. Þá sitji Klaustursmálið og framferði félaga hans enn í honum og ekki hafi gróið um heilt milli hans og annarra flokksmanna eftir að hann hafi gagnrýnt þau sem þar tóku þátt. Miðflokksfólk hefur gagnrýnt Birgi harðlega fyrir meint svik. Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg og kosningastjóri flokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum, sakaði hann meðal annars um sjálfhverfu og óheilindi í aðsendri grein á Vísi. Þá líkti Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingflokksfélagi Birgis, ákvörðun þess síðarnefnda við sveðjustungu í bak Miðflokksfólks, í samtali við RÚV fyrr í dag. Nú sitja tveir Miðflokksmenn eftir á þingi, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður og Bergþór Ólafsson. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35 „Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01 Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08 Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22 Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Sakar Birgi Þórarinsson um sjálfhverfu Tómas Ellert Tómasson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Sveitarfélaginu Árborg, gagnrýnir Birgi Þórarinsson harðlega fyrir ákvörðun sína um að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. 9. október 2021 13:35
„Það skiptir máli hvaða manneskjur setjast á þing“ Formaður Stjórnarskrárfélagsins hefur lagt fram kæru vegna Alþingiskosninganna og kallar eftir að þjóðin öll gangi að kjörstöðum að nýju. Vistaskipti Birgis Þórarinssonar, þingmanns í Suðurkjördæmi, sýni svart á hvítu hve miklu máli skipti hvaða fólk hafi komist inn á þing. 9. október 2021 13:01
Birgir vill „að sjálfsögðu“ að Sigmundur og Bergþór komi líka yfir Birgir Þórarinsson verður þingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu eftir að hafa boðið fram sem oddviti Miðflokksins. Hann segist ekki hafa lagt á ráðin um vistaskiptin fyrir kosningar. 9. október 2021 12:08
Netverjar bregðast við vistaskiptum Birgis: „Það eru þrjú ár síðan Klaustursmálið kom upp?“ Netverjar hafa ekki setið á sér frá því að fregnir af vistaskiptum þingmannsins Birgis Þórarinssonar bárust í morgun. Birgir, sem er þingmaður í Suðurkjördæmi, hefur sagt skilið við Miðflokkinn og gengið til liðs við Sjálfstæðismenn. 9. október 2021 10:22
Birgir Þórarinsson gengur til liðs við Sjálfstæðisflokkinn vegna Klaustursmálsins Birgir Þórarinsson, þingmaður Suðurkjördæmis, hefur gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn eftir að hafa verið þingmaður fyrir Miðflokkinn í fjögur ár. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú því sautján þingmenn en Miðflokkurinn aðeins tvo. 9. október 2021 08:10