Erlent

Rafmagnslaust í Líbanon

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Raforkuverk í Líbanon hafa þurft að hætta starfsemi vegna eldsneytisskorts.
Raforkuverk í Líbanon hafa þurft að hætta starfsemi vegna eldsneytisskorts. Getty/Michael S. Williamson

Ekert rafmagn fæst í Líbanon eftir að tvö stærstu raforkuver landsins þurftu að hætta starfsemi tímabundið vegna eldsneytisskorts. Yfirvöld segja að rafmagnsleysið muni vara í nokkra daga.

Deir Anmar raforkuverið hætti framleiðslu í gær og Zahrani verið hætti framleiðslu á hádegi í dag. Ekkert rafmagn hefur því verið í landinu frá hádegi vegna eldsneytisskorts. Fréttastofa Guardian segir frá. 

Talið er líklegt að hægt verði að koma rafmagni aftur á á mánudag en yfirvöld segja að leita þurfi í eldsneytisbyrgðir hersins til að koma raforkuverunum aftur af stað, allavega tímabundið. 

Vel gæti þó verið að einhver líbönsk heimili njóti enn rafmagns þar sem sum heimili notast við eigin rafla, sem ganga fyrir dísilolíu. Það gæti þó varað stutt þar sem eldsneytisskortur er í landinu. 

Mikil efnahagskreppa hefur herjað á Líbanon undanfarin misseri og þar af leiðandi hafa eldsneytisbirgðar nær þornað upp. Líbanski gjaldmiðillinn hefur frá árinu 2019 fallið um 90 prósent í virði. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.