Innlent

Bein útsending: Göngum í takt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag.
Ráðstefna um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag. Þroskahjálp

Ráðstefnan Göngum í takt, sem er á vegum Landssamtakanna Þroskahjálpar, um atvinnumál fatlaðs fólks fer fram á Grand Hotel í dag á milli klukkan 13 og 16.

Ráðstefnan verður í beinni útsendingu hér á Vísi en uppselt er á ráðstefnuna. 

Með ráðstefnunni á að brúa bilið í samræðum milli atvinnulífs, velferðar- og félagsþjónustunnar, fræðasamfélagsins og fatlaðs fólks. Þar verður meðal annars rætt um áhrif gervigreindar á stöðu fatlaðs fólks og verður Chris Hass, einn fremsti sérfræðingur í stafrænni framþróun, með fjarfyrirlestur um málið. 

Þá munu fulltrúar atvinnulífsins mæta, þar á meðal Halldór Benjamín, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, og mun hann greina frá samstarfsverkefni SA og Þroskahjálpar. Þá mætir framkvæmdastjóri mannauðssviðs Samkaupa á ráðstefnuna. 

Fulltrúar hins opinbera mæta frá Reykjavíkurborg og Vinnumálastofnun.Þá verður rætt um lagalegréttindi fatlaðs fólks og alþjóðlegar skuldbindingar af fulltrúum Þroskahjálpar og Jafnréttisstofu. Og loks verður farið yfir reynslu fatlaðs fólks af vinnumarkaði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×