Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 9. október 2021 10:11 Margir Rússar hafa orðið þreyttir á biðinni og sækja því í önnur efni. Aðrir segjast treysta Sputnik V betur og bíða eftir alþjóðlegri vottun. Getty/Alexander Demianchuk Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum „Ísrael mun missa allan stuðning“ Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Sjá meira
Rússar sem hafa hug á að ferðast út fyrir landsteinana þurfa því að næla sér í vestrænt bóluefni í mörgum tilvikum. Það geta þeir gert í Serbíu. Bóluefni Rússa, Sputnik V, kom út í ágúst á síðasta ári og hefur verið samþykkt í um 70 löndum í heiminum. Það er því töluverður fjöldi ríkja sem tekur bóluefnavottorðið ekki gilt. Rússar hafa því brugðið á það ráð að láta bólusetja sig í Serbíu. Áfangastaðurinn þykir tilvalinn en boðið er upp á fjölda vestrænna bóluefna. Vegabréfaáritunar er ekki krafist, sem auðveldar inngöngu inn í landið. Þetta kemur fram á vef AP. Margir sakni ferðalaga til Evrópu Í samtali við AP segir talskona ferðaskrifstofu í Rússlandi að mismunandi ástæður búi að baki ferðalögunum. Margir vilja heimsækja fjölskyldumeðlimi, einhverjir eru í viðskiptaerindum og enn aðrir einfaldlega sakna þess að ferðast til Evrópu. Ferðirnar eru nánast það eina sem ferðaskrifstofan tekur að um sér þessar mundir. Ferðirnar en þær kosta allt frá fjörutíu upp í níutíu þúsund krónur allt eftir því hvað innifalið er í ferðalögunum. Mikil seinkun hefur verið á vottun Sputnik V bóluefnisins en Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti um áframhaldandi tafir nú í september. Lyfjastofnun Evrópu hefur heldur ekki samþykkt efnið og er því ljóst að bið Rússa gæti orðið lengri. Ísland er meðal þeirra landa sem hafa Sputnik V ekki á lista yfir viðurkennd bóluefni. Hlutfall fullbólusettra í Rússlandi eru aðeins 29% þjóðarinnar en 33 % hafa fengið fyrstu sprautu. Metfjöldi lést vegna veirunnar í Rússlandi í liðinni viku en tæplega þúsund manns létust úr Covid-19 í fyrradag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvun á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum „Ísrael mun missa allan stuðning“ Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda