Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:31 Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona eftir 21 árs dvöl hjá félaginu. Eric Alonso/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira
Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Fleiri fréttir Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Sjá meira