Innlent

Skotvopnið var eftirlíking af MP5 vélbyssu

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Lögregla segir að um hafi verið að ræða mjög nákvæma eftirlíkingu af skotvopni.
Lögregla segir að um hafi verið að ræða mjög nákvæma eftirlíkingu af skotvopni. Getty

Skotvopnið sem lögregla lagði hald á við Síðumúla í dag reyndist vera eftirlíking af vélbyssu. Maðurinn sem var handtekinn vegna málsins er hins vegar ekki grunaður um refsivert athæfi og er laus úr haldi.

Líkt og greint var frá í dag var töluverður viðbúnaður við Síðumúla eftir að tilkynning barst um vopnaðan mann á gangi í Síðumúla. Maðurinn virtist æstur og sást halda á vopni sem líktist vélbyssu.

Umsátursástand skapaðist um tíma en þegar maðurinn var handtekinn kom í ljós að um var að ræða eftirlíkingu af hríðskotabyssu af gerðinni MP5, sem er sams konar vopn og sérsveit ríkislögreglustjóra notar.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að brugðist hafi verið hratt við eftir að tilkynningin barst, enda séu mál sem þessi tekin mjög alvarlega. Eftir nokkra leit að manninum fannst hann í húsakynnum fyrirtækis sem hann starfar hjá við götuna. Þar innandyra hafi eftirlíkingin fundist.

Maðurinn var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Hann er ekki grunaður um refsiverða háttsemi.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×