Átta hafa kært framkvæmd talningar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. október 2021 20:19 8 hafa kært framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi Vísir/Helgi Allir frambjóðendurnir sem duttu út sem jöfnunarþingmenn eftir endurtalninguna í Norðvesturkjördæmi, auk tveggja borgara, hafa kært framkvæmdina. Formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að ákveðið hafi verið að hafa fundi hennar opna. Undirbúningskjörbréfanefnd hefur borist átta kærur vegna meðferðar kjörgagna og framkvæmdar talningar í Norðvesturkjördæmi. Frambjóðendur sem töldu sig vera með öruggt jöfnunarsæti eftir fyrri talninguna þar hafa kært framkvæmdina. Þá hefur einn frambjóðandi í Norvesturkjördæmi kært hana og tveir almennir borgarar að sögn Birgis Ármannssonar formanns nefndarinnar. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndarVísir Engin af þeim sem fékk jöfnunarsæti eftir síðari talninguna í Norðvesturkjördæmi hefur hins vegar ennþá kært kosningarnar en frestur til þess er fjórar vikur frá afhendingu kjörbréfa. Birgir segir að á fundinum í dag hafi nefndarmenn samþykkt starfsreglur. „Í starfsreglum gerum við ráð fyrir því að fundir nefndarinnar verði opnir nema ef við erum að fara með trúnaðarupplýsingar eða eitthvað sem er bundið þagnarskyldu. Þá er gert ráð fyrir að streymt verði frá fundunum. Við gerum líka ráð fyrir opinni málsmeðferð og opnum gögnum, “ segir Birgir. Fram hefur komið í fréttum að formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum áður en þing kemur saman. Birgir telur þetta aðskilin mál. „Annars vegar þarf að taka aðstöðu til kærumála sem fram eru komin og svo hins vegar stjórnarmyndunarviðræður sem eru í gangi í dag. Þær viðræður byggja á mjög skýrum niðurstöðum kosninga og mjög skýrum meirihluta í þinginu og það er mjög eðlilegt að þær hafi sinn gang alveg óháð því hvað vereður um þetta tiltekna mál,“ segir Birgir. Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Undirbúningskjörbréfanefnd hefur borist átta kærur vegna meðferðar kjörgagna og framkvæmdar talningar í Norðvesturkjördæmi. Frambjóðendur sem töldu sig vera með öruggt jöfnunarsæti eftir fyrri talninguna þar hafa kært framkvæmdina. Þá hefur einn frambjóðandi í Norvesturkjördæmi kært hana og tveir almennir borgarar að sögn Birgis Ármannssonar formanns nefndarinnar. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndarVísir Engin af þeim sem fékk jöfnunarsæti eftir síðari talninguna í Norðvesturkjördæmi hefur hins vegar ennþá kært kosningarnar en frestur til þess er fjórar vikur frá afhendingu kjörbréfa. Birgir segir að á fundinum í dag hafi nefndarmenn samþykkt starfsreglur. „Í starfsreglum gerum við ráð fyrir því að fundir nefndarinnar verði opnir nema ef við erum að fara með trúnaðarupplýsingar eða eitthvað sem er bundið þagnarskyldu. Þá er gert ráð fyrir að streymt verði frá fundunum. Við gerum líka ráð fyrir opinni málsmeðferð og opnum gögnum, “ segir Birgir. Fram hefur komið í fréttum að formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum áður en þing kemur saman. Birgir telur þetta aðskilin mál. „Annars vegar þarf að taka aðstöðu til kærumála sem fram eru komin og svo hins vegar stjórnarmyndunarviðræður sem eru í gangi í dag. Þær viðræður byggja á mjög skýrum niðurstöðum kosninga og mjög skýrum meirihluta í þinginu og það er mjög eðlilegt að þær hafi sinn gang alveg óháð því hvað vereður um þetta tiltekna mál,“ segir Birgir.
Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Alþingi Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41 Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11 Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31 Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Tæpur fjórðungur vantreystir niðurstöðum kosninganna Tæpur fjórðungur landsmanna treystir niðurstöðum nýafstaðinna Alþingiskosninga illa. Traustið er komið niður í það sem þekkist í nágrannalöndum eftir að hafa sögulega séð verið mjög mikið hér á landi. 8. október 2021 11:41
Búið að uppfæra þingmannalistann á alþingi.is til samræmis við úrslitin eftir endurtalningu Búið er að uppfæra þingmannalistann á Alþingisvefnum til samræmis við úrslit kosninganna. Athygli vekur að það hefur verið gert í samræmi við niðurstöður seinni talningarinnar í Norðvesturkjördæmi, þrátt fyrir að hún hafi verið kærð. 8. október 2021 10:11
Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. 6. október 2021 19:31
Bætist í hóp kærenda Alþingiskosninganna Lenya Rún Taha Karim, frambjóðandi Pírata í Reykjavíkurkjördæmi norður, kærði í dag endurtalningu í Norðvesturkjördæmi. Hún hefði náð sæti sem jöfnunarþingmaður hefði niðurstaða upphaflegrar talningar staðið. 6. október 2021 17:42