Mikill viðbúnaður vegna vopns sem reyndist vera eftirlíking Eiður Þór Árnason skrifar 8. október 2021 12:53 Vopnaðir sérsveitarmenn voru meðal annars sendir á staðinn. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður var við Síðumúla í Reykjavík á þrettánda tímanum í dag þegar tilkynning barst um að karlmaður virtist halda á skotvopni. Þegar lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang fannst maðurinn í húsakynnum fyrirtækis við götuna en skotvopnið reyndist vera eftirlíking. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er starfsmaður fyrirtækisins og var handtekinn á vettvangi. Hann er ekki grunaður um refsiverða háttsemi en var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þykja málsatvik nú liggja nokkuð ljóst fyrir að mati lögreglu. Fólki eðlilega brugðið Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrði aðgerðum á vettvangi. Kristján segir í samtali við fréttastofu að borgari hafi tilkynnt neyðarlínu að hann hafi mætt manni sem virtist vera með vopn. „Við í rauninni bregðumst við samkvæmt því, setjum okkar viðbúnað af stað, ræsum út sérsveit, vopnaða lögreglumenn frá [lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu] og í framhaldi af því er einn aðili handtekinn inn í húsinu þar sem við finnum eftirlíkingu af byssu.“ Kristján segir um að ræða nákvæma eftirlíkingu svo það sé mjög eðlilegt að hún hafi verið talin ekta. Fólki í nágrenninu væri eðlilega brugðið og mikill áhugi hafi verið á aðgerðum lögreglu. Málið er nú komið til rannsóknardeildar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við yfirlögregluþjón og upplýsingum úr tilkynningu lögreglu. Kjötvinnslan Ferskar kjötvörur er meðal annars til húsa í Síðumúla 34 sem sést fjær á myndinni.Sölvi Breiðfjörð Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Þegar lögregla og sérsveit ríkislögreglustjóra kom á vettvang fannst maðurinn í húsakynnum fyrirtækis við götuna en skotvopnið reyndist vera eftirlíking. Karlmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, er starfsmaður fyrirtækisins og var handtekinn á vettvangi. Hann er ekki grunaður um refsiverða háttsemi en var færður á lögreglustöð til skýrslutöku. Þykja málsatvik nú liggja nokkuð ljóst fyrir að mati lögreglu. Fólki eðlilega brugðið Kristján Helgi Þráinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, stýrði aðgerðum á vettvangi. Kristján segir í samtali við fréttastofu að borgari hafi tilkynnt neyðarlínu að hann hafi mætt manni sem virtist vera með vopn. „Við í rauninni bregðumst við samkvæmt því, setjum okkar viðbúnað af stað, ræsum út sérsveit, vopnaða lögreglumenn frá [lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu] og í framhaldi af því er einn aðili handtekinn inn í húsinu þar sem við finnum eftirlíkingu af byssu.“ Kristján segir um að ræða nákvæma eftirlíkingu svo það sé mjög eðlilegt að hún hafi verið talin ekta. Fólki í nágrenninu væri eðlilega brugðið og mikill áhugi hafi verið á aðgerðum lögreglu. Málið er nú komið til rannsóknardeildar. Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali við yfirlögregluþjón og upplýsingum úr tilkynningu lögreglu. Kjötvinnslan Ferskar kjötvörur er meðal annars til húsa í Síðumúla 34 sem sést fjær á myndinni.Sölvi Breiðfjörð
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira