Óvænt símtal um einangrun á síðustu stundu framlengdi draumafríið á Íslandi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 10:53 Símtalið barst þegar hjónin voru komin út á Keflavíkurflugvöll á leið heim til Bandaríkjanna. Vísir/Vilhelm Draumafrí bandarísku hjónanna John og Kimberly Moran hér á landi var óvænt framlengt um tvær vikur, eftir að þau greindust með Covid-19 rétt áður en þau áttu að fara í flug heim. Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
Bandarískir fjölmiðlar greina frá og ræða við John þar sem hann segir frá því hvernig þau hjónin hafi fengið óvænt símtal á Keflavíkurflugvelli, skömmu áður en þau áttu að stíga um borð í flugvélina heim á leið eftir það sem þau segja að hafi verið draumafrí hér á landi. Segja þau frá því að þau hafi þurft að framvísa Covid-prófi til þess að fá að komast um borð í vél flugfélagsins Delta. Voru þau komin á Keflavíkurflugvöll þegar þau fengu símtalið með niðurstöðunum. Sótt á flugvöllinn í sjúkrabíl „Þetta er smitrakningarteymið á Íslandi“, segir John að hafi verið það hann heyrði röddina hinum megin línunnar segja. Fékk hann þær upplýsingar um að hann og Kimberly hafi greinst jákvæð í Covid-prófinu og að þau þyrftu að fara í einangrun. Sjúkrabíll myndi koma og sækja þau innan hálftíma og þau flutt í einangrun í farsóttarhúsi. Þar þyrftu þau að dvelja þangað til að þau fengu neikvætt svar úr Covid-prófi. Ástæða þess að John ræddi þetta mál við fjölmiðla er að hann virðist mjög ósáttur við viðbrögð Delta-flugfélagsins. Afskaplega illa hafi gengið að ná í fulltrúa þess til að afbóka flugið heim og panta nýtt flug að einangrun lokinni. Þau hafi þurft að bíða lengi í síma og raunar hafi gengið svo illa að ná í Delta að eftir tveggja vikna einangrun hér á landi hafi þau ákveðið að fljúga heim með öðru flugfélagi. Það var ekki fyrr en hjónin höfðu samband við Jackie Callaway, fréttamann ABC Action News, sem gat vakið athygli Delta á málinu að þau fengu svör frá flugfélaginu, og inneign að andvirði flugmiðanna sem þau gátu ekki nýtt eftir að hafa greinst með Covid-19.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Erlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Erlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði