Sex ár í dag frá mögulega bestu ráðningunni í sögu Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2021 13:01 Jürgen Klopp fagnar einum af mörgum sigrum sínum sem knattspyrnustjóri Liverpool. Getty/Michael Regan Liverpool samfélagið heldur örugglega upp á daginn því það var á þessum degi fyrir aðeins sex árum sem allt breyttist á Anfield. 8. október 2015 var Jürgen Klopp ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool en Þjóðverjinn brosmildi mætti með þungarokksfótboltann til Bítlaborgarinnar. Síðan þá hefur félagið unnið Meistaradeildina og endað þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum. Með því varð Klopp fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem vinnur ensku deildina og Meistaradeildina á fyrstu fjórum árum sínum í starfi. On this day in 2015, Jürgen Klopp became Liverpool FC manager. He is the first manager in Premier League history to win the league and Champions League in his first 4 years in charge. Legacy. Cemented. pic.twitter.com/juYBwP12gI— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 8, 2021 Það mun flestir eftir fyrsta blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir að hann tók við en þar kallaði hann sig „The Normal One“ eða hinn venjulega. Var vísun í Jose Mourinho sem kallaði sig hinn sérstaka eða „The Special One" þegar hann mætti í ensku úrvalsdeildina á sínum tíma. Jürgen Klopp er nú á sínu sjötta fulla tímabili með Liverpool. Hann tók við í október 2015 eins og áður sagði og liðið endaði í áttunda sæti á þeirri leiktíð. Næsti tveir leiktíðir varð Liverpool í fjórða sæti og svo í öðru sæti eftir æsispenanndi keppni við Manchester City 2018-19. Tímabilið eftir vann Liverpool síðan yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Liverpool náði þriðja sætinu á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti eftir annars mikið meiðslatímabil þar sem stefndi um tíma að það yrði enginn Meistaradeildarfótbolti á Anfield í vetur. Nú er Liverpool liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea og stigi á undan Manchester liðunum báðum og nágrönnum sínum í Everton. Á þessum árum hefur Klopp komið Liverpool í þrjá úrslitaleiki í Evrópu og undir hans stjórn varð liðið líka heimsmeistari félagsliða. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit frá Liverpool yfir tímann með Klopp í stjórastólnum. From doubters... to believers #FiveYearsOfKlopp pic.twitter.com/qlpf2td0H0— Liverpool FC (@LFC) October 8, 2020 Enski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira
8. október 2015 var Jürgen Klopp ráðinn sem nýr knattspyrnustjóri Liverpool en Þjóðverjinn brosmildi mætti með þungarokksfótboltann til Bítlaborgarinnar. Síðan þá hefur félagið unnið Meistaradeildina og endað þrjátíu ára bið eftir enska meistaratitlinum. Með því varð Klopp fyrsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar sem vinnur ensku deildina og Meistaradeildina á fyrstu fjórum árum sínum í starfi. On this day in 2015, Jürgen Klopp became Liverpool FC manager. He is the first manager in Premier League history to win the league and Champions League in his first 4 years in charge. Legacy. Cemented. pic.twitter.com/juYBwP12gI— GiveMeSport (@GiveMeSport) October 8, 2021 Það mun flestir eftir fyrsta blaðamannafundi Jürgen Klopp eftir að hann tók við en þar kallaði hann sig „The Normal One“ eða hinn venjulega. Var vísun í Jose Mourinho sem kallaði sig hinn sérstaka eða „The Special One" þegar hann mætti í ensku úrvalsdeildina á sínum tíma. Jürgen Klopp er nú á sínu sjötta fulla tímabili með Liverpool. Hann tók við í október 2015 eins og áður sagði og liðið endaði í áttunda sæti á þeirri leiktíð. Næsti tveir leiktíðir varð Liverpool í fjórða sæti og svo í öðru sæti eftir æsispenanndi keppni við Manchester City 2018-19. Tímabilið eftir vann Liverpool síðan yfirburðasigur í ensku úrvalsdeildinni og enska meistaratitilinn í fyrsta sinn í þrjátíu ár. Liverpool náði þriðja sætinu á síðustu leiktíð með frábærum endaspretti eftir annars mikið meiðslatímabil þar sem stefndi um tíma að það yrði enginn Meistaradeildarfótbolti á Anfield í vetur. Nú er Liverpool liðið í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, stigi á eftir Chelsea og stigi á undan Manchester liðunum báðum og nágrönnum sínum í Everton. Á þessum árum hefur Klopp komið Liverpool í þrjá úrslitaleiki í Evrópu og undir hans stjórn varð liðið líka heimsmeistari félagsliða. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit frá Liverpool yfir tímann með Klopp í stjórastólnum. From doubters... to believers #FiveYearsOfKlopp pic.twitter.com/qlpf2td0H0— Liverpool FC (@LFC) October 8, 2020
Enski boltinn Mest lesið Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Danir úr leik á HM Handbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Handbolti Fleiri fréttir Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Dregið í enska bikarnum: Mávarnir fljúga til Manchester Slot: „Hef ekki hugmynd hvort Salah hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Liverpool“ Barton dæmdur í hálfs árs fangelsi Salah ekki með Liverpool til Ítalíu Kom stjórnendum Liverpool á óvart hversu harðorður Salah var Scholes segir félagið eyðileggja Mainoo Búist við að Salah verði hent úr hóp Salah-málið farið að minna mikið á þegar Ronaldo yfirgaf Man Utd „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Sjáðu markið sem West Ham-menn sáu tvær ástæður til að dæma af Beðið eftir blaðamannafundi Slot í dag: Er einhver leið til baka fyrir Salah? Landsliðsmaður handtekinn í London Sjá meira