Ætla að kenna Kananum að taka kaldhreinsað lýsi Kristján Már Unnarsson skrifar 7. október 2021 21:21 Þær Anna Sigríður Jörundsdóttir og Sigrún Sigurðardóttir stofnuðu Dropa í Bolungarvík ásamt Birgittu Baldursdóttur. Arnar Halldórsson Þrjár konur, sem hófu lýsisframleiðslu í Bolungarvík, hafa fengið hæsta styrk Matvælasjóðs til að kenna Bandaríkjamönnum að taka lýsi. Hugmynd þeirra var þó upphaflega sú að framleiða lýsi fyrir gæludýr vestanhafs. Í fréttum Stöðvar 2 var fyrirtækið Dropi heimsótt en það er á hafnarbakkanum í Bolungarvík. Það varð til árið 2012 þegar þær Anna Sigríður Jörundsdóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir ákváðu að bregða sér í slorgallan eftir hagnýtt meistaranám við Háskóla Íslands. Í vinnslusal Dropa í Bolungarvík.Arnar Halldórsson Námsverkefni þeirra var að vinna með þorskalýsið. Upphaflega hugmyndin var að framleiða lýsi fyrir gæludýr í Bandaríkjunum. Það breyttist og þær ákváðu frekar að einbeita sér að mannfólkinu. „Svo fórum við að lesa okkur til og sáum það hvernig lýsi er búið til í dag. Það er komið svo langt frá sínum uppruna. Við ákváðum að reyna að útbúa lýsi eins og það var gert nánast í gamla daga,“ segir Sigrún. Að þeirra sögn felst munurinn í því að lýsið er kaldunnið en ekki soðið. Hráefnið gerist vart ferskara því það fæst samdægurs frá smábátum sem landa í Bolungarvík. „Við tökum bara af dagróðrabátum og erum þannig með ferska lifur. Við þurfum ekki að bragðhreinsa eða lyktarhreinsa,“ segir Anna Sigríður. Lýsispillur settar í glös.Arnar Halldórsson Fyrir vikið segja þær vítamínin varðveitast betur. „Þú þarft bara eina teskeið af okkar lýsi. Því að öll upprunalegu vítamínin eru í. Og A-vítamín er hátt og þá takmarkast það við eina teskeið,“ segir Sigrún. Þær hafa til þessa mest selt til Bandaríkjanna í gegnum netverslanir en hafa núna fengið styrk úr Matvælasjóði, þann hæsta í ár, til að koma lýsinu í smásöluverslanir vestanhafs. „Hrein fiskiolía í vesturvíking“ heitir verkefnið og er skráð á True Westfjords ehf., framleiðslufyrirtæki Dropa. „Okkur var úthlutað 25,5 milljónum í markaðsstarf. Mjög þakklátar og bara skiptir sköpum fyrir okkur,“ segir Anna. Dropi býður upp á hreint þorskalýsi en einnig lýsi með mismunandi bragðefnum.Arnar Halldórsson Og til að auðvelda Kananum að taka lýsi bjóða þær einnig lýsispillur og lýsi með bragðefnum, eins og fennel, engifer og myntu. En eiga þær eftir að verða ríkar á þessu? „Vonandi einhvern tímann,“ svarar Sigrún og Anna kinkar kolli brosandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Sjávarútvegur Bolungarvík Matvælaframleiðsla Háskólar Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals hefur fengið einkaleyfi víða um heim á nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar. Fyrsta lyf fyrirtækisins verður sett á markað innan þriggja ára. 10. nóvember 2014 07:00 Íslenska lýsið stóðst prófið Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. 15. nóvember 2012 18:41 Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22. ágúst 2011 08:12 Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. 1. mars 2011 03:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var fyrirtækið Dropi heimsótt en það er á hafnarbakkanum í Bolungarvík. Það varð til árið 2012 þegar þær Anna Sigríður Jörundsdóttir, Birgitta Baldursdóttir og Sigrún Sigurðardóttir ákváðu að bregða sér í slorgallan eftir hagnýtt meistaranám við Háskóla Íslands. Í vinnslusal Dropa í Bolungarvík.Arnar Halldórsson Námsverkefni þeirra var að vinna með þorskalýsið. Upphaflega hugmyndin var að framleiða lýsi fyrir gæludýr í Bandaríkjunum. Það breyttist og þær ákváðu frekar að einbeita sér að mannfólkinu. „Svo fórum við að lesa okkur til og sáum það hvernig lýsi er búið til í dag. Það er komið svo langt frá sínum uppruna. Við ákváðum að reyna að útbúa lýsi eins og það var gert nánast í gamla daga,“ segir Sigrún. Að þeirra sögn felst munurinn í því að lýsið er kaldunnið en ekki soðið. Hráefnið gerist vart ferskara því það fæst samdægurs frá smábátum sem landa í Bolungarvík. „Við tökum bara af dagróðrabátum og erum þannig með ferska lifur. Við þurfum ekki að bragðhreinsa eða lyktarhreinsa,“ segir Anna Sigríður. Lýsispillur settar í glös.Arnar Halldórsson Fyrir vikið segja þær vítamínin varðveitast betur. „Þú þarft bara eina teskeið af okkar lýsi. Því að öll upprunalegu vítamínin eru í. Og A-vítamín er hátt og þá takmarkast það við eina teskeið,“ segir Sigrún. Þær hafa til þessa mest selt til Bandaríkjanna í gegnum netverslanir en hafa núna fengið styrk úr Matvælasjóði, þann hæsta í ár, til að koma lýsinu í smásöluverslanir vestanhafs. „Hrein fiskiolía í vesturvíking“ heitir verkefnið og er skráð á True Westfjords ehf., framleiðslufyrirtæki Dropa. „Okkur var úthlutað 25,5 milljónum í markaðsstarf. Mjög þakklátar og bara skiptir sköpum fyrir okkur,“ segir Anna. Dropi býður upp á hreint þorskalýsi en einnig lýsi með mismunandi bragðefnum.Arnar Halldórsson Og til að auðvelda Kananum að taka lýsi bjóða þær einnig lýsispillur og lýsi með bragðefnum, eins og fennel, engifer og myntu. En eiga þær eftir að verða ríkar á þessu? „Vonandi einhvern tímann,“ svarar Sigrún og Anna kinkar kolli brosandi. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Sjávarútvegur Bolungarvík Matvælaframleiðsla Háskólar Bandaríkin Heilsa Tengdar fréttir Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals hefur fengið einkaleyfi víða um heim á nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar. Fyrsta lyf fyrirtækisins verður sett á markað innan þriggja ára. 10. nóvember 2014 07:00 Íslenska lýsið stóðst prófið Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. 15. nóvember 2012 18:41 Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22. ágúst 2011 08:12 Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. 1. mars 2011 03:30 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals hefur fengið einkaleyfi víða um heim á nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar. Fyrsta lyf fyrirtækisins verður sett á markað innan þriggja ára. 10. nóvember 2014 07:00
Íslenska lýsið stóðst prófið Íslenskar fiskolíur fengu toppeinkunn frá vísindamönnum Matís sem fréttastofa Stöðvar 2 fékk til að kanna. Í dönskum neytendaþætti komu þær ekki vel út en líklegt þykir að danskir fréttamenn hafi ruglað saman viðmiðum sem eigi við við jurtaolíu en ekki olíu úr fiski. 15. nóvember 2012 18:41
Anna ekki eftirspurn eftir lýsi Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum. 22. ágúst 2011 08:12
Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. 1. mars 2011 03:30
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði