Hægðalosandi lyf unnið úr þorskalýsi 1. mars 2011 03:30 Orri Þór Ormarson Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Lýsi Lyfið er unnið úr þorskalýsi. Farið er nýjar leiðir við að fullnýta íslenskar sjávarafurðir.Fréttablaðið/Stefán Íslenska sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals (LP) vinnur nú að þróun lyfs gegn hægðatregðu í samvinnu við Lýsi hf. Lyfið er í formi endaþarmsstíla en grunnhráefnið í lyfinu er íslenskt þorskalýsi. Að sögn Orra Þórs Ormarssonar, læknis og aðalrannsakanda verkefnisins, eru farnar nýjar leiðir í fullvinnslu íslenskrar sjávarafurðar og verðmætasköpunar. „Lýsi er með fríum fitusýrum í sér sem hefur sýnt sig að hafa veiru- og bakteríudrepandi áhrif. Upprunalegi tilgangurinn var að meðhöndla gyllinæð og aðra bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist nokkuð óvænt hafa hægðalosandi áhrif í prófunum á fólki og ákveðið var að rannsaka það betur,“ segir Orri LP er sprottið upp úr samvinnu starfsmanna Háskóla Íslands og Landspítalans, en rannsóknarvinna hófst fyrir sjö árum. Hjá fyrirtækinu starfa þrír í hlutastarfi, en fleiri koma að verkefninu. Lýsi hf. er stór hluthafi í sprotafyrirtækinu, en Tækniþróunarsjóður og AVS, rannsóknarsjóður í sjávarútvegi, hafa einnig stutt verkefnið. Markmið fyrirtækisins er að þróa, skrá og markaðssetja, bæði hér á landi og erlendis, fyrsta frumlyfið sem þróað hefur verið á Íslandi. „Vonast er til að lyfið komist á markað á Íslandi árið 2013 og geti skapað tekjur og sparað innflutning á sambærilegum erlendum lyfjum,“ segir Orri. Orri segir lyfið vera í öðru stigi rannsókna og niðurstaðna sé að vænta í vor. „Ef niðurstöður eru jákvæðar er hægt að hefja þriðja og síðasta stig rannsóknarinnar. Það er mikil vinna og sækja þarf um öll tilheyrandi leyfi, en miklar gæðakröfur eru í lyfjarannsóknum á fólki og framleiðslu lyfja.“ Orri segir lyfjaþróun vera almennt dýra. Framleiðsla lyfja geti kostað frá 60 milljónum til 250 milljarða króna en fyrirtækið hefur reynt að þróa lyfið með talsvert minni kostnaði en þekkist annars staðar. „Við höfum reynt að nýta okkur þá þekkingu sem er til staðar hér á landi hjá Lýsi hf., háskólanum og sjúkrahúsum. Einnig er hugsanlegt að fá erlend lyfjafyrirtæki til að taka þátt í síðasta hluta rannsóknarinnar,“ segir Orri. Fleiri hugmyndir eru um vinnslu lyfja og skyldra vara úr þorskalýsi hjá fyrirtækinu. „Byrjað er að þróa græðandi smyrsli sem hugsanlega verður markaðssett sem náttúruafurð. Einnig á eftir að skoða betur veiru- og bakteríudrepandi áhrif þorskalýsisins,“ segir Orri. - jtó
Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira