Viðskipti innlent

Anna ekki eftirspurn eftir lýsi

Eftirspurn eftir þorskalýsi um allan heim hefur aukist svo mikið að Lýsi hf. vantar nú meiri lifur til að anna eftirspurn. Þetta þakka Lýsismenn markvissu markaðsstarfi síðustu ára sem hefur skilað sterkri stöðu fyrirtækisins á erlendum mörkuðum.

Aukin eftirspurn veldur því að nýleg verksmiðja fyrirtækisins sem byggð var árið 2005 er nú að mestu fullnýtt. Því verður mætt með byggingu nýrrar verksmiðju á Fiskislóð sem verður tæpir 4.000 fermetrar að stærð og í henni búnaður sem tvöfaldar núverandi afkastagetu. - shá





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×