Þróa nýtt lyf úr þorskalýsi Svavar Hávarðsson skrifar 10. nóvember 2014 07:00 Þrír starfsmenn, auk eigenda og ráðgjafa koma að verkefnum LP. Mynd/LP Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku. Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira
Þróun og rannsóknir á fyrsta lyfi sprotafyrirtækisins Lipid Pharmaceuticals (LP) úr omega-3 þorskalýsi eru langt komnar. Lyfið er til meðhöndlunar á börnum og fullorðnum sem þjást af hægðatregðu. Þróun lyfsins hófst fyrir tíu árum, en fyrirtækið var stofnað árið 2009 sem rannsóknar- og þróunarfyrirtæki í samvinnu Lýsis hf., Háskóla Íslands og Landspítalans, segir Guðrún M. Ásgrímsdóttir, framkvæmdastjóri LP. „Hugmyndin í upphafi var að nota bólgueyðandi og sýkladrepandi áhrif fitusýra úr lýsi til þess að framleiða augndropa við rauðum augum og vægum augnsýkingum. Lyktin var því miður ekki nógu aðlaðandi til að hugmyndin gengi upp,“ segir Guðrún. Þá var stefnan sett á að nýta eiginleika fitusýranna til að meðhöndla gyllinæð og bólgusjúkdóma í endaþarmi. Stíllinn reyndist, nokkuð óvænt, hafa hægðalosandi áhrif í fyrstu öryggisprófunum hjá heilbrigðu fólki. Því var ákveðið að nýta þessa eiginleika og gera frekari rannsóknir á hægðalosandi eiginleikum virka efnisins í lýsinu. „Gangi áætlanir okkar eftir munum við markaðssetja fyrsta íslenska frumlyfið eftir þrjú ár. Við vitum ekki um önnur íslensk frumlyf komin þetta langt í þróunarfasanum,“ segir Guðrún. Stefnt er á sölu lyfsins í Evrópu og Bandaríkjunum, enda er smæð íslenska markaðarins slík að hún stendur ekki undir þróunarkostnaði. Þróunarvinnan hefur farið fram á rannsóknarstofu í lyfjafræði við HÍ, LSH og hjá Lýsi hf. Hluta vinnunnar er úthýst til annarra fyrirtækja bæði hérlendis og erlendis. Virka innihaldsefnið er framleitt hjá Lýsi hf. og lyfjaformið er framleitt hjá fyrirtækinu Pharmarctica á Grenivík samkvæmt gildandi gæðakröfum. Lyfjaþróun er kröfuhart og langdregið ferli, en meðal þess sem gert hefur verið er rannsókn á áhrifum lyfsins á börn sem leitað hafa á bráðamóttöku Barnaspítala Hringsins undir stjórn Orra Þórs Ormarssonar læknis, og var árangurinn mjög lofandi. Meltingarsjúkdómar, og ekki síst hægðatregða, er mikið vandamál um heim allan; algengi hægðatregðu hjá börnum er allt að 30% og hjá fullorðnum allt upp í 15%. Barnaspítali Hringsins tekur árlega á móti um 400 börnum vegna þessa, svo dæmi sé tekið. Markaður á heimsvísu með hægðalosandi lyf er því gríðarstór og fer stækkandi. Bandaríkjamarkaður einn er talinn velta 120 milljörðum króna með þennan lyfjaflokk.Lipid Pharmaceuticals í hnotskurn - Sprotafyrirtækið Lipid Pharmaceuticals ehf. (LP) var stofnað 2009. - Hluthafar eru Lýsi hf., HÍ, Landspítalinn ásamt stofnendum LP; Einari Stefánssyni lækni og Þorsteini Loftssyni lyfjafræðingi - Fyrirtækið hefur fengið styrki frá Tækniþróunarsjóði (Rannís) og AVS auk þess sem Lýsi hf. hefur lagt til hlutafé. - Samstarfsfyrirtæki LP eru m.a. Lýsi hf., PharmArctica á Grenivík og Matís. Að auki kemur að fyrirtækinu fjöldi innlendra og erlendra ráðgjafa. - Starfsemi LP byggir á rannsóknum Þorsteins Loftssonar, prófessors við lyfjafræðideild HÍ. Hann rannsakaði fitusýrur og mögulega notkun þeirra þar sem vitað var að þær gætu haft bólgueyðandi verkun og sýkladrepandi áhrif. - Markmið fyrirtækisins er að þróa, rannsaka og koma á markað stílum sem innihalda fríar omega-3 fitusýrur sem meðferð við hægðatregðu auk þess sem LP er að þróa og rannsaka smyrsli sem innihalda sömu fitusýrur til meðferðar við húðsýkingum. - Fyrirtækið hefur fengið einkaleyfi sem snýr að nýtingu frírra omega-3 fitusýra úr sjávarafurðum til lyfjagerðar í Bandaríkjunum, Nýja-Sjálandi og S-Afríku.
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Sjá meira