Arnar: Sumir biðja konunnar eftir þrjá mánuði og aðrir eftir þrjú ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 13:09 Arnar Þór Viðarsson á æfingu íslenska landsliðsins á Laugardalsvellinum. Vísir/Vilhelm Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, var spurður út í tímarammann sem hann sér fyrir sér að það taki hann að koma íslenska liðinu aftur á þann stað sem liðið var áður. Arnar var mættur á blaðamannafund fyrir heimaleik á móti Armeníu en liðið spilar tvo síðustu heimaleiki sína í riðlinum á næstu dögum. Íslenska liðið hefur tapað fjórum af sex leikjum sínum í riðlinum og eini sigur liðsins var á móti Liechtenstein. Liðið á ekki lengur möguleika á sæti á HM og það eru augljós kynslóðarskipti í hópnum. Arnar segir erfitt að svara því hve langan tíma það taki að byggja upp nýjan kjarna og fara að ná aftur góðum úrslitum. „Þetta fer rosalega mikið eftir því hversu fljótt þessir yngri og óreyndari taka skrefin. Þeir þurfa að taka öll skrefin til að verða fullorðnir A-landsliðsmenn. Þau eru ekki bara tekin hér heldur líka í félagsliðunum," segir Arnar. Hann vitnaði líka í Roberto Martinez, þjálfara Belgíu, sem segir að leikmenn verði eiginlega að vera búnir að spila tvö full tímabil með félagsliði áður en þeir komi inn í landslið. Þannig er staðan ekki hjá Íslandi. Íslendingar þurfa að vera þolinmóðir: "Fólk má ekki misskilja mig þegar ég segi að úrslitin séu ekki mikilvæg. Til að komast aftur á þann stað að fara í lokakeppni EM, og fara mjög langt, þá byrjuðum við inn á með sama byrjunarliðið í öllum leikjum. Það er langt ferli fram að því. Úrslitin eru mikilvæg en það er mikilvægt núna að mynda tengingar á milli leikmanna. Það biðja ekki allir konunnar sinnar eftir þrjá mánuði. Sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður," sagði Arnar og vill búa til gott hjónaband sem fyrst. Arnar heldur áfram að tala um að horfa þurfi til langs tíma. Hann verði auðvitað að skila úrslitum en það sé ekki hægt að búast við því að nýtt lið sé tilbúið núna í lok árs, eftir allt sem á undan er gengið. "Það væri ósanngjarnt, alla vega að mínu mati," sagði Arnar. HM 2022 í Katar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira
Arnar var mættur á blaðamannafund fyrir heimaleik á móti Armeníu en liðið spilar tvo síðustu heimaleiki sína í riðlinum á næstu dögum. Íslenska liðið hefur tapað fjórum af sex leikjum sínum í riðlinum og eini sigur liðsins var á móti Liechtenstein. Liðið á ekki lengur möguleika á sæti á HM og það eru augljós kynslóðarskipti í hópnum. Arnar segir erfitt að svara því hve langan tíma það taki að byggja upp nýjan kjarna og fara að ná aftur góðum úrslitum. „Þetta fer rosalega mikið eftir því hversu fljótt þessir yngri og óreyndari taka skrefin. Þeir þurfa að taka öll skrefin til að verða fullorðnir A-landsliðsmenn. Þau eru ekki bara tekin hér heldur líka í félagsliðunum," segir Arnar. Hann vitnaði líka í Roberto Martinez, þjálfara Belgíu, sem segir að leikmenn verði eiginlega að vera búnir að spila tvö full tímabil með félagsliði áður en þeir komi inn í landslið. Þannig er staðan ekki hjá Íslandi. Íslendingar þurfa að vera þolinmóðir: "Fólk má ekki misskilja mig þegar ég segi að úrslitin séu ekki mikilvæg. Til að komast aftur á þann stað að fara í lokakeppni EM, og fara mjög langt, þá byrjuðum við inn á með sama byrjunarliðið í öllum leikjum. Það er langt ferli fram að því. Úrslitin eru mikilvæg en það er mikilvægt núna að mynda tengingar á milli leikmanna. Það biðja ekki allir konunnar sinnar eftir þrjá mánuði. Sumir bíða í þrjú ár. Það segir ekkert til um hversu gott hjónabandið verður," sagði Arnar og vill búa til gott hjónaband sem fyrst. Arnar heldur áfram að tala um að horfa þurfi til langs tíma. Hann verði auðvitað að skila úrslitum en það sé ekki hægt að búast við því að nýtt lið sé tilbúið núna í lok árs, eftir allt sem á undan er gengið. "Það væri ósanngjarnt, alla vega að mínu mati," sagði Arnar.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Enski boltinn Alcaraz sjokkerar tennisheiminn Sport Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Sjá meira