Tvö af þeim bestu í heimi fá tækifæri til að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. október 2021 15:01 Samuel Umtiti fagnar sigurmarki Frakka á móti Belgíu í undanúrslitum HM 2018. Getty/Stefan Matzke Efsta lið heimslistans mætir heimsmeisturunum í seinni undanúrslitaleik Þjóðadeildarinnar í kvöld og í boði er sæti í úrslitaleiknum á móti Spánverjum á sunnudaginn. Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Úrslitavika Þjóðadeildarinnar hófst í gær með því að hið unga lið Spánverja varð fyrsta landsliðið í þrjú ár til að vinna Evrópumeistara Ítala. Gestgjafarnir eru því úr leik í keppninni en spila um þriðja sætið á sunnudaginn. Belgía og Frakkland mætast í kvöld á heimavelli Juventus og ætla sér bæði að bæta fyrir vonbrigðin á EM í sumar. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Nations League semi-final: Belgium v France Their first meeting since the World Cup in 2018 pic.twitter.com/4vJ9qbe5CO— Goal (@goal) October 7, 2021 Árið 2021 hefur ekki verið gott ár fyrir þessi frábæru knattspyrnulandslið og það sem ræður því er dapurt gengi, á þeirra mælikvarða, á Evrópumótinu í júní og júlí. Belgar duttu þar út á móti verðandi meisturum Ítala í átta liða úrslitunum en Frakkar komust ekki í gegnum Svisslendinga í sextán liða úrslitunum. Belgarnir eru því enn að bíða eftir fyrsta titli sínum en gullkynslóðin er að eldast og tíminn því að renna frá leikmönnum hennar. Frakkar mættu aftur á móti á Evrópumótið í sumar sem ríkjandi heimsmeistarar og því var tapið á móti Sviss ein allra óvæntustu úrslit mótsins. Liðin eru bæði meðal fjögurra efstu á heimslistanum og án efa tvö af bestu knattspyrnulandsliðum heims í langan tíma. Tonight at 20:45 CET in Turin... Who'll book their place in the final? #UNLFixtures | @bookingcom— UEFA Nations League (@EURO2024) October 7, 2021 Nú fá þau því tækifæri til að eyða út leiðinlegum minningum sumarsins 2021 með því að vinna Þjóðadeildina í fyrsta sinn. Frakkar hafa líka hikstað eftir Evrópumótið þrátt fyrir að þeir séu þó enn í efsta sæti riðilsins. Í síðasta glugga gerði liðið jafntefli á móti Bosníu og Úkraínu en náð að vinna Finnland á heimavelli. Belgar eru aftur á móti á toppi síns riðils í undankeppni EM með meira en tvöfalt fleiri stig en næsta þjóð í riðlinum. Belgar unnu alla þrjá leiki sína í septemberglugganum. Það sem meira er að þetta verður fyrsta viðureign Belga og Frakka síðan að Frakkland vann undanúrslitaleik þeirra á HM í Rússlandi 2018 á leið sinni að heimsmeistaratitlinum. Nú standa Frakkar aftur í vegi fyrir því að Belgarnir komist í úrslitaleik. Leikur Belgíu og Frakklands hefst klukkan 18.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira