Undirbúningskjörbréfanefnd þarf góðan tíma til að meta kosningaúrslitin Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 19:31 Undirbúningskjörbréfanefnd kom saman öðru sinni í dag og fór yfir valdheimildir sínar og verklag. Vísir/Vilhelm Formaður undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis telur nefndina þurfa nokkrar vikur til að ljúka vinnu sinni vegna kæra sem borist hafa í tengslum við meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson. Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu fyrir undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis í dag til að fara yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna hinn 25. september almennt en alveg sérstaklega framkvæmdina og meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi. Fjórar kærur hafa borist vegna kosninganna þar og sú fimmta er sögð á leiðinni. Kærufrestur er fjórar vikur frá því Landskjörstjórn skilar af sér kjörbréfum þingmanna. Birgir Ármannsson formaður undirbúningskjörbréfanefndar segir að á þessum öðrum fundi nefndarinnar hafi einnig verið farið yfir valdheimildir nefndarinnar og verklag samkvæmt minnisblaði frá skrifstofu Alþingis. Birgir Ármannsson formaður nefndarinnar segir hana þurfa góðan tíma, jafnvel nokkrar vikur, til að ljúka störfum sínum. Mikilvægt sé að vandað verði til verka.Vísir/Vilhelm „Við munum funda væntanlega nokkuð þétt alla vega út næstu viku. Fá til okkar gesti og reyna að afla okkur gagna. Við erum í miðju kafi í gagnaöflun. Það gengur ágætlega en við erum þó ekki komin með allt í hendurnar sem við þurfum á að halda,“ segir Birgir. Nefndin leggi línurnar frekar á fundi á föstudag og þurfi allmarga fundi. Ómögulegt væri að segja hvað þeir taki langan tíma. Jafnvel tvær til þrjár vikur. „Við erum auðvitað að reyna að gæta jafnvægis á milli þess annars vegar að eyða óvissu sem fyrst og hins vegar að komast að niðurstöðu sem fyrst. Þannig að þetta trufli ekki annað í starfi þingsins,“ segir Birgir. Fulltrúar í Landskjörstjórn mættu á fund undirbúningskjörbréfanefndar og fóru yfir skýrslur sínar um framkvæmd alþingiskosninganna 25. september og þá sérstaklega um meðferð kjörgagna í Norðvesturkjördæmi.Vísir/Vilhelm Leiðtogar stjórnarflokkanna sögðu í gær að mikilvægt væri að undirbúningskjörbréfanefndin lyki sínum störfum áður en þing verði kallað saman. Birgir segir nefndina skila hinni formlegu kjörbréfanefnd sem kjörin verði af Alþingi tillögum og hún kveði síðan upp úrskurð sinn. Hún verði að geta aflað frekari gagna og spurt nýrra spurninga. „Þetta verður ekki þannig að kjörbréfanefndin á þingsetningardegi verði bundin af einhverju sem ákveðið hefur verið í undirbúningsnefndinni,“ segir Birgir Ármannsson.
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20 Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52 Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01 Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Sjá meira
Formenn stjórnarflokka telja æskilegt að afgreiða kærumál áður en þing komi saman Formenn stjórnarflokkanna telja æskilegt að undirbúningskjörbréfanefnd Alþingis verði búin að leysa úr kærumálum vegna kosninganna í Norðvesturkjördæmi áður en stjórnarmyndun lýkur og þing kemur saman. 5. október 2021 19:20
Fundir kjörbréfanefndar verða ekki allir opnir Fyrsti fundur undirbúningskjörbréfanefndar sem fór fram í dag gekk vel að sögn formanns hennar. Nefndarmenn eru almennt á því að fundir eigi að vera opnir þegar hægt er og vonast til að geta myndað breiða sátt um lausn á ágreiningi um kosningarnar. 4. október 2021 18:52
Kjörbréfanefnd fullskipuð Undirbúningskjörbréfanefnd tekur væntanlega til starfa eftir helgi. Níu manns sitja í nefndinni. 2. október 2021 18:01
Landskjörstjórn gefur út kjörbréf samkvæmt seinni talningu í Norðvesturkjördæmi Landskjörstjórn gaf í dag út kjörbréf þeirra sextíu og þriggja þingmanna sem náðu kjöri til Alþingis í kosningunum á laugardag miðað við seinni talningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningskjörbréfanefnd þingsins tekur kjörbréfin til skoðunar á fundi á mánudag. 1. október 2021 17:38
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels