Þensla á húsnæðismarkaði knýr verðbólguna áfram Heimir Már Pétursson skrifar 6. október 2021 11:50 Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti um þriðju vaxtahækkunina í röð í morgun þegar meginvextir bankans voru hækkaðir um 0,25 prósentur í 1,5 prósent. Búast má við að viðskiptabankarnir hækki bráðlega húsnæðislánavexti sína í framhaldinu. Vísir/Vilhelm Þensla á íbúðamarkaði knýr verðbólguna áfram og er ástæða þess að Seðlabankinn hækkaði meginvexti sína um 0,25 prósentustig í dag. Seðlabankastjóri segir bankann halda áfram að lækka vexti ef á þurfi að halda til að koma verðbólgu niður í tveggja komma fimm prósenta markmið hans. Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson. Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Meginvextir Seðlabankas eru nú komnir í 1,5 prósent en þeir fóru lægst í 0,75 prósent í byrjun desember í fyrra en tóku síðan að hækka í júlí. Þeir voru hæstir 5,75 prósent í nóvember 2015 en byrjuðu að lækka í september 2016 og lækkuðu síðan mjög skart frá byrjun árs í fyrra. Í rökstuðningi peningastefnunefndar Seðlabankans fyrir vaxtahækkun í morgun segir að verðbólga hafi aukist í september og mælst 4,4%. Framlag húsnæðisliðarins haldi áfram að aukast og skýri stóran hluta af ársverðbólgu í september. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir að vonandi fari að sjá fyrir endan á miklum hækkunum húsnæðisverðs. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir árangur hafa náðst í baráttunni við verðbólguna á flestum sviðum nema varðandi húsnæðisliðinn.Vísir/Vilhelm „Þetta er þriðja vaxtahækkunin okkar. Við erum að ná árangri í baráttunni gegn verðbólgu. Verðbólga án húsnæðis er að ganga niður en húsnæðismarkaðurinn hefur verið að hækka alveg töluvert," segir Ásgeir. Bankinn telji að þær aðgerðir sem fjármálastöðugleikanefnd greip til í síðustu viku með takmörkunum á veðsetningu og greiðslubyrði fólks í íbúðakaupum ásamt vaxtahækkunum muni draga úr hækkunum húsnæðisverðs. Áhrif tímabundinna framboðstruflana gætu aftur á móti varað lengur en áður var talið en þær hafi hækkað kostnað við að framleiða og dreifa vörum um allan heim. Ásgeir segir að peningastefnunefnd muni beita þeim tækjum sem hún hafi yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aftur í markmið innan ásættanlegs tíma. „Seðlabankinn hefur skyldur samkvæmt lögum að halda verðbólgu í 2,5 prósentum og það verðum við að gera. Hún er búin að vera aðeins yfir markmiði í einhvern tíma. Það eru að vísu aðeins ástæður fyrir því. Hækkanir á erlendum hrávörum og fleira sem er heldur að vinna á móti okkur. Þannig að við viljum samt ná verðbólgu niður á næsta ári.“ Þannig að þolinmæði Seðlabankans nær hvað langt, fram á mitt næsta ár til að koma verðbólgunni niður í markmiðið? „ Eitthvað svoleiðis já,“ segir Ásgeir Jónsson.
Seðlabankinn Efnahagsmál Húsnæðismál Íslenska krónan Verðlag Tengdar fréttir Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00 Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Fleiri fréttir Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Sjá meira
Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður hækkun stýrivaxta Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í morgun að vextir bankans yrðu hækkaðir um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5%. 6. október 2021 09:00
Seðlabankinn hækkar enn stýrivexti Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentur. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því 1,5 prósent. 6. október 2021 08:30