Fótbolti

Jón Guðni með slitið krossband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Guðni Fjóluson spilar væntanlega ekki aftur fyrr en næsta sumar.
Jón Guðni Fjóluson spilar væntanlega ekki aftur fyrr en næsta sumar. getty/Milos Vujinovic

Jón Guðni Fjóluson, leikmaður Hammarby, er með slitið krossband í hné og verður frá keppni næstu níu mánuðina.

Jón Guðni meiddist í leik Hammarby og Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni á sunnudaginn og þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum. Nú er komið í ljós að krossbandið er slitið. Jón Guðni er því á leið í aðgerð og svo tekur við löng endurhæfing.

Hinn 32 ára Jón Guðni kom til Hammarby frá Brann í Noregi í janúar síðastliðnum. Hann lék 32 leiki með Hammarby í öllum keppnum á tímabilinu og skoraði þrjú mörk.

Jón Guðni lék áður í Svíþjóð á árunum 2012-18, fyrst með Sundsvall og svo með Norrköping. Hann lék með Krasnodar í Rússlandi 2018-20. Jón Guðni hefur leikið átján landsleiki og skorað eitt mark.

Hammarby tapaði fyrir Norrköping, 3-1, um helgina. Hammarby er í 7. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 34 stig eftir 22 leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×