Fótbolti

Svona var blaðamannafundur KSÍ

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Þór Viðarsson undirbýr íslenska liðið nú undir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein.
Arnar Þór Viðarsson undirbýr íslenska liðið nú undir leiki gegn Armeníu og Liechtenstein. vísir/vilhelm

Vísir var með beina útsendingu og beina textalýsingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari karlalandsliðsins í fótbolta, og Eiður Smári Guðjohnsen aðstoðarþjálfari sátu fyrir svörum.

Arnar og Eiður voru meðal annars spurðir út í aðdragandann að því að Aron Einar Gunnarsson var ekki valinn í nýjasta landsliðshópinn, ákvörðun Jóhanns Bergs Guðmundssonar um að draga sig út úr hópnum, og fleira.

Útsendinguna frá fundinum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Textalýsing er svo neðst í fréttinni.

Ísland mætir Armeníu á föstudaginn og Liechtenstein næsta mánudag í síðustu tveimur heimaleikjum sínum í undankeppni HM 2022.

Íslendingar eru með fjögur stig í fimmta og næstneðsta sæti J-riðils undankeppninnar. Ísland mætir Rúmeníu og Norður-Makedóníu ytra í síðustu tveimur leikjum sínum í undankeppninni í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×