Innlent

Háttaði sig og steinsofnaði í sófa hjá ókunnugum

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í nótt.
Lögreglan hafði í ýmis horn að líta í nótt. Vísir/Vilhelm.

Íbúi í miðbæ Reykjavíkur þurfti að óska eftir aðstoð lögreglu í nótt eftir að ókunnugur maður lagðist til svefns í íbúð hans.

Þetta er á meðal þess sem fram kemur í dagbók lögreglu, þar sem sjá má að lögregla hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og í nótt. Alls voru 130 mál bókuð, þar af mörg vegna hávaða í heimahúsi.

Rétt fyrir klukkan fjögur í nótt óskaði íbúi í miðbænum eftir aðstoð lögreglu þar sem ókunnugur maður hafði lagst til svefns í sófa í íbúðinni. Hafði hann háttað sig og sofnað í sófa í stofu íbúðarinnar.

Lögregla kom, vakti manninn og sagði honum að fara í föt og að yfirgefa íbúðina. Maðurinn var mjög ölvaður að því er segir í dagbók lögreglu. Vissi hann lítið um það hvar hann væri staddur og hvernig hann hafði komist út. Lauk málinu með því að honum var vísað út.

Þá þurfti lögregla að glíma við tvö rafskútuslys. Í öðru þeirra datt ung kona í miðbænum er hún var á ferð á rafskútu. Missti hún meðvitund um skamma stund áður en hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×