Eiður Smári um synina tvo: Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen, Eiður Smári Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen eru allir með landsliðinu í núverandi verkefni. Samsett/Vilhelm og Getty Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er með tvo gutta í landsliðshópnum sem stendur og sá þriðji er á leiðinni. Guðjón Guðmundsson hitti Eið Smára eftir blaðamannafund landsliðsþjálfaranna í gær og spurði hann meira út í drengina. „Þetta er sérstök tilfinning. Ég verð að viðurkenna það. Sveinn Aron hefur verið í hóp hjá okkur áður og spilað. Andri Lucas kom inn í síðasta hóp og kom virkilega sterkur inn,“ sagði Eiður Smári. „Það eru framherjar sem eru kannski framar í goggunarröðinni ef við nefnum Alfreð (Finnbogason) og fleiri. Ef allir væri heilir þá er ég ekkert viss um að mínir tveir væru í hópnum en þetta er staðan sem er uppi í dag. Það verður frábært að sjá hvort þeir bræður ná að tengja eitthvað saman,“ sagði Eiður Smári. Klippa: Gaupi ræðir við Eið Smára um synina í landsliðinu Gaupi vildi vita hvernig Eiður Smári horfir á þeirra framtíð í landsliðinu. „Það er algjörlega undir þeim komið. Þeir hafa mikla hæfileika og mikinn líkamlegan styrk. Ef allt þróast vel og þeir eru heppnir með meiðsli og annað þá eiga þeir glæsta framtíð fyrir sér, bæði hjá félagsliðum og svo vonandi landsliðinu,“ sagði Eiður Smári. „Menn þurfa að vinna sér inn sæti í landsliðinu og þeir þurfa að sjá til þess,“ sagði Eiður Smári. Þetta kitlar pabbahjartað. „Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka. Það er liðin tíð auðvitað. Ég viðurkenni það að þegar Andri Lucas skorar sitt fyrsta landsliðsmark í síðasta glugga þá kom smá pabbafílingur í mig á hliðarlínunni í alla vega tíu til fimmtán sekúndur. Á endanum er ég bara þjálfari þeirra á meðan við erum hér saman,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári á einn strák í viðbót en Daníel Tristan er fimmtán ára gamall. Gaupi spurði hvort það væri langt í hann. „Hann spilar með yngri landsliðum og hefur staðið sig nokkuð vel. Hann stendur sig vel í Real Madrid líka. Hver veit hvort þeir verði þrír á einhverjum tímapunkti,“ sagði Eiður Smári. „Ég hef kannski ekkert hugsað út í það hvernig við fórum að þessu ég og Ragga á sínum tíma en eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði Eiður Smári. Það má sjá allt viðtalið við Eið Smára hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Eið Smára eftir blaðamannafund landsliðsþjálfaranna í gær og spurði hann meira út í drengina. „Þetta er sérstök tilfinning. Ég verð að viðurkenna það. Sveinn Aron hefur verið í hóp hjá okkur áður og spilað. Andri Lucas kom inn í síðasta hóp og kom virkilega sterkur inn,“ sagði Eiður Smári. „Það eru framherjar sem eru kannski framar í goggunarröðinni ef við nefnum Alfreð (Finnbogason) og fleiri. Ef allir væri heilir þá er ég ekkert viss um að mínir tveir væru í hópnum en þetta er staðan sem er uppi í dag. Það verður frábært að sjá hvort þeir bræður ná að tengja eitthvað saman,“ sagði Eiður Smári. Klippa: Gaupi ræðir við Eið Smára um synina í landsliðinu Gaupi vildi vita hvernig Eiður Smári horfir á þeirra framtíð í landsliðinu. „Það er algjörlega undir þeim komið. Þeir hafa mikla hæfileika og mikinn líkamlegan styrk. Ef allt þróast vel og þeir eru heppnir með meiðsli og annað þá eiga þeir glæsta framtíð fyrir sér, bæði hjá félagsliðum og svo vonandi landsliðinu,“ sagði Eiður Smári. „Menn þurfa að vinna sér inn sæti í landsliðinu og þeir þurfa að sjá til þess,“ sagði Eiður Smári. Þetta kitlar pabbahjartað. „Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka. Það er liðin tíð auðvitað. Ég viðurkenni það að þegar Andri Lucas skorar sitt fyrsta landsliðsmark í síðasta glugga þá kom smá pabbafílingur í mig á hliðarlínunni í alla vega tíu til fimmtán sekúndur. Á endanum er ég bara þjálfari þeirra á meðan við erum hér saman,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári á einn strák í viðbót en Daníel Tristan er fimmtán ára gamall. Gaupi spurði hvort það væri langt í hann. „Hann spilar með yngri landsliðum og hefur staðið sig nokkuð vel. Hann stendur sig vel í Real Madrid líka. Hver veit hvort þeir verði þrír á einhverjum tímapunkti,“ sagði Eiður Smári. „Ég hef kannski ekkert hugsað út í það hvernig við fórum að þessu ég og Ragga á sínum tíma en eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði Eiður Smári. Það má sjá allt viðtalið við Eið Smára hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Bein útsending: Dagur eitt á heimsleikunum í CrossFit 2025 Sport Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Fleiri fréttir ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjá meira