Eiður Smári um synina tvo: Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2021 08:01 Andri Lucas Guðjohnsen, Eiður Smári Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen eru allir með landsliðinu í núverandi verkefni. Samsett/Vilhelm og Getty Eiður Smári Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfari, er með tvo gutta í landsliðshópnum sem stendur og sá þriðji er á leiðinni. Guðjón Guðmundsson hitti Eið Smára eftir blaðamannafund landsliðsþjálfaranna í gær og spurði hann meira út í drengina. „Þetta er sérstök tilfinning. Ég verð að viðurkenna það. Sveinn Aron hefur verið í hóp hjá okkur áður og spilað. Andri Lucas kom inn í síðasta hóp og kom virkilega sterkur inn,“ sagði Eiður Smári. „Það eru framherjar sem eru kannski framar í goggunarröðinni ef við nefnum Alfreð (Finnbogason) og fleiri. Ef allir væri heilir þá er ég ekkert viss um að mínir tveir væru í hópnum en þetta er staðan sem er uppi í dag. Það verður frábært að sjá hvort þeir bræður ná að tengja eitthvað saman,“ sagði Eiður Smári. Klippa: Gaupi ræðir við Eið Smára um synina í landsliðinu Gaupi vildi vita hvernig Eiður Smári horfir á þeirra framtíð í landsliðinu. „Það er algjörlega undir þeim komið. Þeir hafa mikla hæfileika og mikinn líkamlegan styrk. Ef allt þróast vel og þeir eru heppnir með meiðsli og annað þá eiga þeir glæsta framtíð fyrir sér, bæði hjá félagsliðum og svo vonandi landsliðinu,“ sagði Eiður Smári. „Menn þurfa að vinna sér inn sæti í landsliðinu og þeir þurfa að sjá til þess,“ sagði Eiður Smári. Þetta kitlar pabbahjartað. „Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka. Það er liðin tíð auðvitað. Ég viðurkenni það að þegar Andri Lucas skorar sitt fyrsta landsliðsmark í síðasta glugga þá kom smá pabbafílingur í mig á hliðarlínunni í alla vega tíu til fimmtán sekúndur. Á endanum er ég bara þjálfari þeirra á meðan við erum hér saman,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári á einn strák í viðbót en Daníel Tristan er fimmtán ára gamall. Gaupi spurði hvort það væri langt í hann. „Hann spilar með yngri landsliðum og hefur staðið sig nokkuð vel. Hann stendur sig vel í Real Madrid líka. Hver veit hvort þeir verði þrír á einhverjum tímapunkti,“ sagði Eiður Smári. „Ég hef kannski ekkert hugsað út í það hvernig við fórum að þessu ég og Ragga á sínum tíma en eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði Eiður Smári. Það má sjá allt viðtalið við Eið Smára hér fyrir ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira
Guðjón Guðmundsson hitti Eið Smára eftir blaðamannafund landsliðsþjálfaranna í gær og spurði hann meira út í drengina. „Þetta er sérstök tilfinning. Ég verð að viðurkenna það. Sveinn Aron hefur verið í hóp hjá okkur áður og spilað. Andri Lucas kom inn í síðasta hóp og kom virkilega sterkur inn,“ sagði Eiður Smári. „Það eru framherjar sem eru kannski framar í goggunarröðinni ef við nefnum Alfreð (Finnbogason) og fleiri. Ef allir væri heilir þá er ég ekkert viss um að mínir tveir væru í hópnum en þetta er staðan sem er uppi í dag. Það verður frábært að sjá hvort þeir bræður ná að tengja eitthvað saman,“ sagði Eiður Smári. Klippa: Gaupi ræðir við Eið Smára um synina í landsliðinu Gaupi vildi vita hvernig Eiður Smári horfir á þeirra framtíð í landsliðinu. „Það er algjörlega undir þeim komið. Þeir hafa mikla hæfileika og mikinn líkamlegan styrk. Ef allt þróast vel og þeir eru heppnir með meiðsli og annað þá eiga þeir glæsta framtíð fyrir sér, bæði hjá félagsliðum og svo vonandi landsliðinu,“ sagði Eiður Smári. „Menn þurfa að vinna sér inn sæti í landsliðinu og þeir þurfa að sjá til þess,“ sagði Eiður Smári. Þetta kitlar pabbahjartað. „Ég hefði helst viljað reima á mig takkaskóna líka. Það er liðin tíð auðvitað. Ég viðurkenni það að þegar Andri Lucas skorar sitt fyrsta landsliðsmark í síðasta glugga þá kom smá pabbafílingur í mig á hliðarlínunni í alla vega tíu til fimmtán sekúndur. Á endanum er ég bara þjálfari þeirra á meðan við erum hér saman,“ sagði Eiður Smári. Eiður Smári á einn strák í viðbót en Daníel Tristan er fimmtán ára gamall. Gaupi spurði hvort það væri langt í hann. „Hann spilar með yngri landsliðum og hefur staðið sig nokkuð vel. Hann stendur sig vel í Real Madrid líka. Hver veit hvort þeir verði þrír á einhverjum tímapunkti,“ sagði Eiður Smári. „Ég hef kannski ekkert hugsað út í það hvernig við fórum að þessu ég og Ragga á sínum tíma en eitthvað gott kom út úr þessu,“ sagði Eiður Smári. Það má sjá allt viðtalið við Eið Smára hér fyrir ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti Leik lokið: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ Körfubolti Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Fleiri fréttir Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Sjá meira