„Ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 23:00 Arnar Þór Viðarsson ræddi við Gaupa í höfuðstöðvum KSÍ í dag. Stöð 2 Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að hann og starfslið hans hafi þurft að þróa liðið hraðar en þau hafi óskað eftir. Hann segir aðstæðurnar krefjandi, og að ekki sé alltaf hægt að meta árangur út frá úrslitum. „Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
„Við viljum alltaf gera okkar besta og vinna leiki,“ sagði Arnar Þór. „Það hefur mikið gengið á og við höfum þurft að þróa liðið hraðar en við óskuðum eftir, en þetta eru aðstæðurnar sem við erum í.“ „Þær eru krefjandi en okkur finnst þetta spennandi verkefni líka. Það er ekki alltaf hægt að meta árangur af úrslitum. Við metum árangur líka af því hvernig leikmenn standa sig. Af því hvernig leikmenn tengja saman, til dæmis hvaða varnarlína eða miðjumenn spila best saman. Þetta eru allt hlutir í þessari þróun sem ég hef talað um mjög lengi. Þetta þarf smá tíma, en ég get ekki verið með þessa langloku endalaust. Eftir einhverja mánuði þarf ég að gefa önnur svör.“ Arnar var svo spurður að því hvort að hann hefði fengið alla þá leikmenn sem hann hefði viljað haf í landsliðinu. Hann segir að sem þjálfari viljirðu alltaf meira, en að hann treysti þó þeim hóp sem hann er með í höndunum. „Við erum bara mjög ánægðir og stoltir af þeim hópi sem við veljum akkúrat núna. Sem þjálfari viltu alltaf meira og betra en það er mikilvægt að það komi fram að ég treysti þeim 25 leikmönnum sem eru valdir fullkomlega fyrir þessu verkefni. Þeir eiga fulla virðingu skilið – eru allir atvinnumenn í knattspyrnu og þurfa þann stuðning sem þeir eiga skilið.“ Í kringum síðasta landsleikjaglugga var mikill hasar og hávær umræða í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum ótengd fótbolta. Arnar segir að það hafi verið krefjandi að taka á þessum málum, en að ekki hafi liðið langur tími þangað til að hann var farinn að hlakka til að koma aftur. „Þetta var krefjandi en við reyndum að taka á því af bestu getu. Ég geri mistök, eins og allir aðrir, en við tókum bara á þeim aðstæðum sem voru, af bestu getu.“ „En það tók ekki langan tíma áður en ég var farinn að hlakka til að koma aftur. Ég var bara búinn að vera heima í tvo daga held ég þegar ég sagði við konuna mína að ég þyrfti að koma mér aftur til Íslands því það væri skemmtilegt verkefni í október.“ Viðtalið við Arnar má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Fótbolti KSÍ Tengdar fréttir Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56 Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Sjá meira
Arnar: Kári hefði verið í hópnum ef að Víkingarnir væru ekki svona góðir Kári Árnason var ekki valinn í landsliðshópinn í dag fyrir leiki á móti Armeníu og Liechtenstein. Hann spilaði einn af þremur leikjum í síðasta verkefni en framundan eru bikarleikir með Víkingum, undanúrslit á laugardag og svo bikarúrslit eftir landsleikjagluggann. 30. september 2021 13:56
Aron Einar ekki í hópnum en Guðjohnsen-bræður með Þjálfararnir Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen hafa tilkynnt hvaða leikmenn verða í landsliðshópnum sem mætir Armeníu og Liechtenstein í undankeppni HM karla í fótbolta í október. 30. september 2021 13:10